Vertu memm

Starfsmannavelta

Pizzastaðurinn Spaðinn lokar í Hafnarfirði

Birting:

þann

Spaðinn á Dalvegi 32b í Kópavogi

Spaðinn í Kópavogi.
Spaðinn opnaði sitt annað útibú í Hafnarfirði, en fyrsti staðurinn opnaði á Dalvegi 32b í Kópavogi í maí 2020.

Pizzastaðurinn Spaðinn hefur lokað útibúi sínu við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Þetta staðfesti Þórarinn Ævarsson bakari og framkvæmdarstjóri Spaðans, við Fréttablaðið.

Þórarinn segir að þeir hafi skellt í lás í lok apríl, en ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um hvað skuli gera í framhaldinu.

„Þetta gekk verr en við áttum von á, en við vorum búin að reyna þetta í eitt og hálft ár. Eins ömurlegt og það er, þá er einfaldlega bara betra að loka en að vera í þeim rekstri eins og þetta leit út,“

segir Þórarinn í samtali við Fréttablaðið sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd: facebook / Spaðinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið