Markaðurinn
Ostakörfur frá MS – hentugar fyrirtækjagjafir
Ostakörfurnar frá MS eru sem fyrr vinsælar í tækifæris- og jólagjafir og henta sérstaklega vel til að gleðja starfsmenn og viðskiptavini. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna eða yfir hátíðarnar. MS býður líkt og undanfarin ár upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum.
Í öllum körfunum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki, t.d. Camembert og Kastali og þeim fjölgar eftir því sem körfurnar stækka. Stærri og veglegri körfurnar innihalda enn fremur aðra bragðgóða osta eins og Auði, Gullost og Óðals-Tind, ásamt kjöti og sælgæti og er óhætt að segja að þær hafi verið mjög vinsælar hjá íslenskum fyrirtækjum síðustu ár.
Þegar nær dregur jólum mun sérstakur jólakörfuvefur opna á ms.is þar sem áhugasamir geta pantað ostakörfur fyrir sig, starfsmenn, ættingja eða vini og þá eru sölumenn MS boðnir og búnir að aðstoða viðskiptavini sína við val á körfum. Hér fyrir neðan gefur að líta úrvalið sem viðskiptavinum MS stendur til boða fyrir jól.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni18 klukkustundir síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó







