Markaðurinn
Ostakörfur frá MS – hentugar fyrirtækjagjafir
Ostakörfurnar frá MS eru sem fyrr vinsælar í tækifæris- og jólagjafir og henta sérstaklega vel til að gleðja starfsmenn og viðskiptavini. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna eða yfir hátíðarnar. MS býður líkt og undanfarin ár upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum.
Í öllum körfunum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki, t.d. Camembert og Kastali og þeim fjölgar eftir því sem körfurnar stækka. Stærri og veglegri körfurnar innihalda enn fremur aðra bragðgóða osta eins og Auði, Gullost og Óðals-Tind, ásamt kjöti og sælgæti og er óhætt að segja að þær hafi verið mjög vinsælar hjá íslenskum fyrirtækjum síðustu ár.
Þegar nær dregur jólum mun sérstakur jólakörfuvefur opna á ms.is þar sem áhugasamir geta pantað ostakörfur fyrir sig, starfsmenn, ættingja eða vini og þá eru sölumenn MS boðnir og búnir að aðstoða viðskiptavini sína við val á körfum. Hér fyrir neðan gefur að líta úrvalið sem viðskiptavinum MS stendur til boða fyrir jól.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?