Vertu memm

Keppni

Önnur gulleinkunn til Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart

Birting:

þann

Önnur gulleinkunn til Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart - Kokkalandsliðið 2024

Íslenska kokkalandsliðið hreppti aðra gull einkunn í morgun fyrir keppnisgrein gærdagsins á Ólympíuleikunum í Stuttgart.

Þá hefur liðið hlotið gulleinkunn fyrir báðar keppnigreinarnar sínar á leikunum.

Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið fékk gull fyrir fyrsta keppnisdag

Fyrri keppnisgreinin fór fram á sunnudag, „Chef´s table“, tólf manna borð með 11 rétta matseðli og seinni greinin sem fór fram í gær þriðjudag þarf að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns.

Önnur gulleinkunn til Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart - Kokkalandsliðið 2024

Gulleinkunn þýðir að liðið skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum fyrir greinina. Lokaniðurstöður úr heildastigagjöf dómara leikanna eru hinsvegar ekki birtar fyrr en seinni partinn í dag á lokaathöfn leikanna.

Þá kemur í ljós hvaða þjóðir hreppa þrjú efstu sætin á leikunum í ár.

Auglýsingapláss

Fimmtíu og fimm þjóðir eiga lið á leikunum.

Ljósmyndir: Ruth Ásgeirsdóttir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið