Keppni
Önnur gulleinkunn til Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart
Íslenska kokkalandsliðið hreppti aðra gull einkunn í morgun fyrir keppnisgrein gærdagsins á Ólympíuleikunum í Stuttgart.
Þá hefur liðið hlotið gulleinkunn fyrir báðar keppnigreinarnar sínar á leikunum.
Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið fékk gull fyrir fyrsta keppnisdag
Fyrri keppnisgreinin fór fram á sunnudag, „Chef´s table“, tólf manna borð með 11 rétta matseðli og seinni greinin sem fór fram í gær þriðjudag þarf að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns.
Gulleinkunn þýðir að liðið skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum fyrir greinina. Lokaniðurstöður úr heildastigagjöf dómara leikanna eru hinsvegar ekki birtar fyrr en seinni partinn í dag á lokaathöfn leikanna.
Þá kemur í ljós hvaða þjóðir hreppa þrjú efstu sætin á leikunum í ár.
Fimmtíu og fimm þjóðir eiga lið á leikunum.
Ljósmyndir: Ruth Ásgeirsdóttir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt3 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Frétt1 dagur síðan
Ofnæmisviðvörun: Kjúklingur inniheldur soja án merkinga
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Bartenders’ Choice Awards 2025: Ísland með glæsilega fulltrúa á verðlaunalistanum