Keppni
Önnur gulleinkunn til Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart
Íslenska kokkalandsliðið hreppti aðra gull einkunn í morgun fyrir keppnisgrein gærdagsins á Ólympíuleikunum í Stuttgart.
Þá hefur liðið hlotið gulleinkunn fyrir báðar keppnigreinarnar sínar á leikunum.
Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið fékk gull fyrir fyrsta keppnisdag
Fyrri keppnisgreinin fór fram á sunnudag, „Chef´s table“, tólf manna borð með 11 rétta matseðli og seinni greinin sem fór fram í gær þriðjudag þarf að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns.
Gulleinkunn þýðir að liðið skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum fyrir greinina. Lokaniðurstöður úr heildastigagjöf dómara leikanna eru hinsvegar ekki birtar fyrr en seinni partinn í dag á lokaathöfn leikanna.
Þá kemur í ljós hvaða þjóðir hreppa þrjú efstu sætin á leikunum í ár.
Fimmtíu og fimm þjóðir eiga lið á leikunum.
Ljósmyndir: Ruth Ásgeirsdóttir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?