Frétt
Ómerkt sesamfræ í tveimur tegundum af Nicolas Vahé hummus
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir sesamfræjum við neyslu á þremur lotum af Nicolas Vahé hummus. Um tvær tegundir af hummus er að ræða sem innihalda sesamfræ án þess að það komi fram í innihaldslýsingu. Esjufell ehf. sem flytur inn vöruna hefur innkallað loturnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotur:
- Vörumerki: Nicolas Vahé
- Vöruheiti: Hummus, Carrots & Dill og Hummus, Beetroot & Pistachios
- Strikanúmer: 5707644511330
- Best fyrir: 6.3.2019, 15.5.2019, 18.5.2019
- Strikamerki: 5707644511330 og 5707644514881
- Framleiðsluland: Danmörk
- Dreifing: Fakó, Salt, Garðheimar, Hjá Jóa Fel, Mosfellsbakarí og Fiskkompaní Akureyri
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna og eru viðkvæmir fyrir sesamfræjum er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.
Mynd: Esjufell

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið