Uppskriftir
Ofnbökuð svínasíða með kryddblöndu og bjór
Fyrir 4
Það eru nokkur atriði sem þú getur gert við svínakjötsafganga. Það er gott að hafa nóg til. Besta Taco-fylling allra tíma er svínakjöt með salsa, dýrindis samlokufylling með ögn af BBQ-sósu. Líka hægt að saxa smá vorlauk og framreiða í kínverskum pönnukökum ásamt hoisin-sósu. Þetta er máltíð sem er gott að eiga í frystinum þegar þarf bragðgóðan skyndibita.
Fyrir kryddblöndu
Ögn ólífuolía
2 tsk. salt
1 tsk. cayenne pipar
1 tsk. malað cumin
2 stk. saxaður hvítlaukur
1 tsk. reykt paprika (duft)
1 msk. púðursykur
1 bjór eða jafnvel tveir (einn í réttinn, hinn fyrir kokkinn)
Aðferð:
Leggið fituhliðina upp og þurrkið hana með pappír. Skerið með beittum hníf nokkrar skálínur yfir fituna og endurtakið í hina áttina á ská. Blandið saman salti og kryddunum í litla skál og nuddið kjötið með kryddunum og púðursykrinum.
Úðið yfir ólífuolíu, setjið í poka og setjið kjötið í ísskáp í lágmark klukkutíma
Hitið ofninn í 220 °C. Leggið á fituhlið upp næstu 10 til 15 mínútur. Passið upp á að skoða kjötið reglulega því á einhverjum tímapunkti fer fitan að brúnast. Þegar það gerist, lækkið í 90 °C og látið það malla með loki í 90 mínútur.
Eftir 90 mínútur, opnið einn bjór og hellið í ofnfatið. Látið malla í annan klukkutíma. Soðinu verður að hella yfir kjötið þegar það er sneitt eða rifið.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin