Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í Hafnarfirði
Nýr veitingastaður var að opna í stóru gróðurhúsi með glergólfi þar sem ræktað er grænmeti undir glergólfinu. Staðurinn heitir Sól veitingastaður og er staðsettur við Óseyrarbraut 27c í Hafnarfirði.
Staðurinn er á hráu atvinnusvæði hafnarinnar með útsýni út á sjó og er alveg einstakur. Risa gróðurhús með ræktun á grænmeti og fleiru fyrir veitingastaðinn gerir alla upplifunina mjög sérstaka og matarupplifunina á heimsmælikvarða.
Eigendur eru tvenn hjón, þau Björk Bjarnadóttir Sölvi Steinarr og Brjánn Guðjónsson og Guðrún Auður Böðvarsdóttir. Daníel Hlynur Mickaelsson er veitingastjóri staðarins og yfirkokkur er Jón Aron betur þekktur sem Jón forseti.
Opnunartími er miðvikudaga – föstudaga frá klukkan 17:30 – 21:30 og laugardaga – sunnudaga frá klukkan 11:30 – 14:30 og 17:30 – 21:30.
Vala Matt kíkti í heimsókn í Íslandi í dag:
Matseðill
Drykkir
Enginn kokteil-, eða vínseðill er sjáanlegur á heimasíðu staðarins.
Myndir: solveitingastadur.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
ÓX í Reykjavík fær græna Michelin-stjörnu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Handverksframleiðsla í hæsta gæðaflokki: Einstök vínsmökkun með Sóleyju Björk á Uppi bar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Háklassa gufusteikingarofnar fyrir stóreldhús – á hálfvirði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Heimsþekktur japanskur meistarakokkur opnar veitingastað í London – Tobi Masa kemur til Mayfair í haust
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Markaðsdagatal veitingastaða í júlí
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veislubakkar sem slá í gegn í veislunni
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Rabarbaratímabilið er komið: Prófaðu þennan ferska sumarkokteil
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu