Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr íslenskur veitingastaður opnar í bænum Torrevieja á Spáni
Smiðjan – SkyBar er nýr íslenskur veitingastaður í bænum Torrevieja á Spáni. Eigendur eru kærustuparið Bjarni Haukur Magnússon og Laufey Eva Stefánsdóttir, en þau hafa undanfarin ár verið búsett á Spáni þar sem Bjarni hefur m.a. starfað við sölu fasteigna.
„Ég hef verið hér með hléum í átta ár og unnið við fasteignasölu og í ferðaþjónustu. Ég fann að sama skapi að það var kominn tími til að breyta um vettvang og gera eitthvað nýtt. Laufey var til í að koma með mér í þetta og planið var að opna talsvert minni stað. Eftir að við fundum svo þessa staðsetningu breyttust plönin og þetta gerðist allt mjög hratt,“
segir Bjarni í samtali í Morgunblaðinu í dag.
Smiðjan – SkyBar tekur 180 manns í sæti og býður upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig er boðið upp á beinar útsendingar með íslensku tali á öllum þeim viðburðum er vekja áhuga Íslendinga.
Matseðill
Staðsetning
Myndir: facebook / Smiðjan – SkyBar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn