Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nýjar vörur frá Helvítis kokkinum – Ívar Örn: „Söluhæsta varan okkar er Rauður Jalapeno og Basil“

Birting:

þann

Ívar Örn Hansen matreiðslumeistari - Helvítis kokkurinn - Eldpiparsultur

Ívar Örn Hansen

Ívar Örn Hansen matreiðslumaður hefur haft nóg í að snúast, en á síðasta ári fór hann af stað með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn á Vísi og á Stöð 2+ og var fyrsti þáttur sýndur 1. júní 2022, þar sem hann eldaði bragðgóðan mat á mannamáli og sleppti öllu kjaftæðinu.

Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat, en hann framleiðir Eldpiparsultur sem hefur hefur gengið mjög vel.

Veisluþjónusta - Banner

Helvítis sulturnar eru unnar á gamla góða mátann og er eingöngu notaður íslenskur eldpipar og eru engin rotvarnar- eða litarefni í þeim þannig að þær eru náttúrlega fallegar á litinn.

5 tegundir af glænýjum Eldpiparsultum fór á markaðinn fyrir jól, en þær eru:

Grænn Jalapeno og Límóna
Rauður Jalapeno og Basil
Surtsey og Ananas
Habanero og Appelsína
Carolina Reaper og Bláber

Þær fást í eftirfarandi verslunum:

Melabúðin
Kjötkompaní
Taste og Iceland
Fjarðarkaup
Hagkaup

Ívar Örn Hansen matreiðslumeistari - Helvítis kokkurinn - Eldpiparsultur

„Salan gengur vonum framar og við erum einstaklega þakklát viðtökunum á Helvítis Eldpiparsultunum.

Söluhæsta varan okkar er Rauður Jalapeno og Basil“

Sagði Ívar Örn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um söluhæstu vöruna.

Að auki opnaði Ívar Helvítis Veisluþjónustuna sem hægt er að skoða með því að smella hér.

Ívar Örn lærði fræðin sín í Veislunni hjá Brynjari Eymundssyni undir handleiðslu Bjarna Óla Haralds og síðar Hauks Kr. Eyjólfssonar. Ívar útskrifaðist árið 2016 hjá Vigni Hlöðverssyni yfirmatreiðslumeistara á Grand Hótel.

Að mestu hefur Ívar unnið sjálfstætt síðustu ár og einnig verið að vinna sem einkakokkur.

Myndir: facebook / Helvítis kokkurinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið