Nemendur & nemakeppni
Norræna nemakeppnin: Skráning í forkeppni hafin

Gull til Íslands í framreiðslu á Norrænu nemakeppninni sem haldin var í apríl síðastliðnum. Tristan Tómasson Manoury, Silvia Louise Einarsdóttir og þjálfarinn Finnur Gauti Vilhelmsson fögnuðu sigrinum af mikilli gleði.
Forkeppni fyrir Norrænu nemakeppnina í framreiðslu og matreiðslu 2026 fer fram laugardaginn 8. nóvember næstkomandi í Hótel og matvælaskólanum í MK í Kópavogi.
Þar munu íslenskir nemar keppa um sæti í lokakeppninni sem haldin verður dagana 19.–21. apríl 2026 í Svíþjóð og sýna færni sína í list matargerðar og framreiðslu á hæsta stigi.
Framreiðsla
Framreiðslunemar byrja einnig á skriflegu prófi áður en verkleg verkefni hefjast.
Þau munu meðal annars:
Blanda tvo drykki á Vínstúkunni
Sýna færni í eldsteikingu
Setja upp kvöldverðaborð fyrir fjóra
Para vín við mat
Brjóta servíettur á skapandi hátt
Matreiðsla
Matreiðslunemar hefja daginn á skriflegu prófi áður en þeir takast á við eldamennskuna.
Í keppninni verða tveir réttir:
Aðalréttur: Mystery basket: hráefnin verða opinberuð á keppnisdegi.
Eftirréttur: Þar þarf að nýta Freyju rjómasúkkulaði, Lavazza kaffi, Pink Lady epli og Mysing.
Þetta er einstakt tækifæri til að fylgjast með framtíðar matreiðslu- og framreiðslufólki sýna metnað, fagmennsku og sköpunargleði í keppni sem er fyrsta skrefið á leiðinni að norræna titlinum!
Skráning í forkeppnina er hafin og hægt er að skrá sig með því að smella hér.
Mynd: aðsend / Iðan / Steinn Óskar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Uppskriftir5 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Frétt17 klukkustundir síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi





