Starfsmannavelta
Níu sóttu um embætti skólameistara MK – Ásgeir Þór bakari á meðal umsækjenda

Ásgeir Þór Tómasson bakari og fagstjóri Hótel- og matvælaskólans í MK er á meðal níu umsækjenda.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson / Komix.is
Umsóknarfrestur um embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi rann út föstudaginn 30. apríl sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust níu umsóknir um embættið, frá fjórum konum og fimm körlum.
Umsækjendur eru:
- Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari,
- Ásgeir Þór Tómasson fagstjóri,
- Einar Hreinsson forstöðumaður,
- Erla Björk Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri,
- Guðríður Eldey Arnardóttir framhaldsskólakennari,
- Guðrún Erla Sigurðardóttir framhaldskólakennari ,
- Helgi Kristjánsson aðstoðarskólameistari ,
- Lúðvík Marinó Karlsson
- Ólafur Haukur Johnson framkvæmdastjóri.
Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í embættið til fimm ára frá og með 1. ágúst 2019, sbr. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 90/2008 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






