Markaðurinn
Nemendur í 3. bekk í Hótel og matvælaskólanum í heimsókn hjá Hafinu fiskverslun
Nú á dögunum bauð Hafið fiskverslun útskriftarnemum í matreiðslu að koma og læra réttu handtökin við að flaka fisk. Mætingin var mjög góð.
Nemendur flökuðu þrjár fisktegundir sem voru þorskur, rauðspretta og lax og aðalflakarinn hjá Hafinu fiskverslun fór yfir vinnubrögðin með þeim og aðstoðaði þau. Nemendur fengu að taka með sér fisk heim að flökun lokinni.
Þetta var skemmtileg kvöldstund í alla staði og höfðu öll mjög gaman að þessu.
Hafið fiskverslun og Hótel og matvælaskólinn stefna á að bjóða upp á svipaða kennslu, einu sinni á hverri námsönn þar sem að þetta er mjög góð viðbót við námsefnið.
Hafið fiskverslun vill leggja sitt af mörkum til að aðstoða veitingageirann eins og hægt er. Hafið fiskverslun er að þjónusta flesta veitingastaði og hótel í bænum sem og að styðja vel við bakið á Kokkalandsliðinu.
Myndir: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast