Markaðurinn
Nemendur í 3. bekk í Hótel og matvælaskólanum í heimsókn hjá Hafinu fiskverslun
Nú á dögunum bauð Hafið fiskverslun útskriftarnemum í matreiðslu að koma og læra réttu handtökin við að flaka fisk. Mætingin var mjög góð.
Nemendur flökuðu þrjár fisktegundir sem voru þorskur, rauðspretta og lax og aðalflakarinn hjá Hafinu fiskverslun fór yfir vinnubrögðin með þeim og aðstoðaði þau. Nemendur fengu að taka með sér fisk heim að flökun lokinni.
Þetta var skemmtileg kvöldstund í alla staði og höfðu öll mjög gaman að þessu.
Hafið fiskverslun og Hótel og matvælaskólinn stefna á að bjóða upp á svipaða kennslu, einu sinni á hverri námsönn þar sem að þetta er mjög góð viðbót við námsefnið.
Hafið fiskverslun vill leggja sitt af mörkum til að aðstoða veitingageirann eins og hægt er. Hafið fiskverslun er að þjónusta flesta veitingastaði og hótel í bænum sem og að styðja vel við bakið á Kokkalandsliðinu.
Myndir: Matthías
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt5 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn3 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni4 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir2 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús





















