Markaðurinn
Nemendur í 3. bekk í Hótel og matvælaskólanum í heimsókn hjá Hafinu fiskverslun
Nú á dögunum bauð Hafið fiskverslun útskriftarnemum í matreiðslu að koma og læra réttu handtökin við að flaka fisk. Mætingin var mjög góð.
Nemendur flökuðu þrjár fisktegundir sem voru þorskur, rauðspretta og lax og aðalflakarinn hjá Hafinu fiskverslun fór yfir vinnubrögðin með þeim og aðstoðaði þau. Nemendur fengu að taka með sér fisk heim að flökun lokinni.
Þetta var skemmtileg kvöldstund í alla staði og höfðu öll mjög gaman að þessu.
Hafið fiskverslun og Hótel og matvælaskólinn stefna á að bjóða upp á svipaða kennslu, einu sinni á hverri námsönn þar sem að þetta er mjög góð viðbót við námsefnið.
Hafið fiskverslun vill leggja sitt af mörkum til að aðstoða veitingageirann eins og hægt er. Hafið fiskverslun er að þjónusta flesta veitingastaði og hótel í bænum sem og að styðja vel við bakið á Kokkalandsliðinu.
Myndir: Matthías

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars