Vertu memm

Markaðurinn

Nemendur í 3. bekk í Hótel og matvælaskólanum í heimsókn hjá Hafinu fiskverslun

Birting:

þann

Nemendur í 3. bekk í Hótel og matvælaskólanum í heimsókn hjá Hafinu fiskverslun

Nú á dögunum bauð Hafið fiskverslun útskriftarnemum í matreiðslu að koma og læra réttu handtökin við að flaka fisk. Mætingin var mjög góð.

Nemendur flökuðu þrjár fisktegundir sem voru þorskur, rauðspretta og lax og aðalflakarinn hjá Hafinu fiskverslun fór yfir vinnubrögðin með þeim og aðstoðaði þau.  Nemendur fengu að taka með sér fisk heim að flökun lokinni.

Nemendur í 3. bekk í Hótel og matvælaskólanum í heimsókn hjá Hafinu fiskverslun

Nemendur í 3. bekk í Hótel og matvælaskólanum í heimsókn hjá Hafinu fiskverslun

Nemendur í 3. bekk í Hótel og matvælaskólanum í heimsókn hjá Hafinu fiskverslun

 

Þetta var skemmtileg kvöldstund í alla staði og höfðu öll mjög gaman að þessu.

Hafið fiskverslun og Hótel og matvælaskólinn stefna á að bjóða upp á svipaða kennslu, einu sinni á hverri námsönn þar sem að þetta er mjög góð viðbót við námsefnið.

 

Hafið fiskverslun vill leggja sitt af mörkum til að aðstoða veitingageirann eins og hægt er.  Hafið fiskverslun er að þjónusta flesta veitingastaði og hótel í bænum sem og að styðja vel við bakið á Kokkalandsliðinu.

 

Myndir: Matthías

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið