Markaðurinn
Nemendur í 3. bekk í Hótel og matvælaskólanum í heimsókn hjá Hafinu fiskverslun
Nú á dögunum bauð Hafið fiskverslun útskriftarnemum í matreiðslu að koma og læra réttu handtökin við að flaka fisk. Mætingin var mjög góð.
Nemendur flökuðu þrjár fisktegundir sem voru þorskur, rauðspretta og lax og aðalflakarinn hjá Hafinu fiskverslun fór yfir vinnubrögðin með þeim og aðstoðaði þau. Nemendur fengu að taka með sér fisk heim að flökun lokinni.
Þetta var skemmtileg kvöldstund í alla staði og höfðu öll mjög gaman að þessu.
Hafið fiskverslun og Hótel og matvælaskólinn stefna á að bjóða upp á svipaða kennslu, einu sinni á hverri námsönn þar sem að þetta er mjög góð viðbót við námsefnið.
Hafið fiskverslun vill leggja sitt af mörkum til að aðstoða veitingageirann eins og hægt er. Hafið fiskverslun er að þjónusta flesta veitingastaði og hótel í bænum sem og að styðja vel við bakið á Kokkalandsliðinu.
Myndir: Matthías

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?