Vertu memm

Keppni

Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér

Birting:

þann

Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér

Bjarni Benediktsson Forsætisráðherra hreppti 1. sætið

Matreiðslukeppni flokkanna fór fram nú í kosningabaráttunni, þar tóku fulltrúar flestra flokka þátt. Keppnin fór fram í æfingaeldhúsi Kokkalandsliðsins sem staðsett er í húsi fagfélaganna við Stórhöfða í Reykjavík.

Kokkalandsliðið hefur á undanförnum árum náð stórkostlegum árangri, nú síðast með því að enda í þriðja sæti á Ólympíuleikunum sem fram fóru í febrúar síðastliðnum. Liðið átti bestu þriggja rétta máltíðina á leikunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.

Íslenskir veitingastaðir koma ferðamönnum sífellt á óvart með framsækni og stöðugleika. Kokkalandsliðið  hefur allt frá því að það hóf að keppa erlendis 1978 verið stór partur af framþróun íslenskrar veitingaflóru, sem hefur styrkt stöðu íslenskrar ferðaþjónustu með gæðum sínum.

Þátttakendur í keppni flokkanna komu svo sannarlega á óvart í eldhúsinu en flestir þeirra sýndu frábær tilþrif og afgreiddu mat sinn á tíma. Dómarar keppninnar, þau Snædís Xyza Mae Ocampo þjálfari Kokkalandsliðsins, Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði landsliðsins og Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Bocuse d’Or keppandi Íslands 2025, nutu þess að smakka hvern réttinn á fætur öðrum.

Í keppnum landsliða í matreiðslu geta mörg lið fengið hverja einkunn en gefið er gull, silfur, brons og viðurkenning. Dómnefndin dæmdi bragð, útlit, vinnubrögð og hreinlæti. Keppendur höfðu 70 mínútur til að elda annað hvort íslenskt lambakjöt eða lúðu sem í báðum tilfellum var borið fram með kartöflum og grænmeti en þeir keppendur sem elduðu lamb urðu að gera Béarnaise-sósu og þeir sem elduðu fisk urðu að bera fram með honum Hollandaise-sósu.

Niðurstaða keppninnar var þessi:

Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, gull.

Ragnar Þór Ingólfsson, Flokki fólksins, gull.

Finnur Ricart Andrason, Vinstri grænum, gull.

Dagbjört Hákonardóttir, Samfylkingu, gull.

Einar Bárðarson, Framsóknarflokki, silfur.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, silfur.

Pawel Bartoszek, Viðreisn, brons.

Jakob Frímann Magnússon, Miðflokki, viðurkenning.

Myndbönd

Viðreisn – Pawel Bartoszek

Miðflokkurinn – Jakob Frímann

Flokkur fólksins – Ragnar Þór

Sjálfstæðisflokkurinn – Bjarni Ben

Vinstri grænir – Finnur Ricart

Samfylkingin – Dagbjört Hákonardóttir

Framsóknarflokkurinn – Einar Bárðason

Píratar – Þórhildur Sunna

Myndir og vídeó: Klúbbur Matreiðslumeistara

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið