Axel Þorsteinsson
Myndir frá tveggja ára afmæli Sushi Samba – Maturinn var alveg upp á TÍU
Í seinustu viku dagana 18. og 19. nóvember hélt Sushi Samba upp á tveggja ára afmælið sitt og slóu heldur betur til heljarinnar veislu!
Tíu vinsælustu réttir Sushi Samba voru á 590 kr og buðu þau upp á súkkulaði-fugde með. Til þess að halda öllum gestum í enn betra stuði var Las Moras léttvín á 690 kr og Corona á 590 kr.
Auðvitað var staðurinn PAKK fullur báða dagana og jafnvel þegar landsleikur Ísland-Króatía var, það lét sig enginn vanta og ekki veitingageirinn heldur.
Veitingageirinn.is kíkti við og fékk að smakka þrjá af vinsælustu réttum staðarins og þeir voru alveg upp á TÍU.
Frá því að Sushi Samba opnaði hefur staðurinn verið með fremstu veitingastöðum bæjarins sem fólk sækir á, allar helgar er mikið stuð og alltaf gaman að kíkja við þótt það sé ekki nema í eitt hanastél, þar sem barþjónar staðarins eru með flottann hanastél seðil og mikinn metnað í að gera flotta drykki.
Pacas sá um að stjórna veisluhöldum og Logi Pedro úr Retro Stefson sá um tónana, einnig voru dansarar til að skemmta gestum sem fengu viðskiptavini og starfsfólk til þess að stíga nokkur spor með og ekki vantaði upp á stemninguna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem við fengum sendar frá Sushi Samba!
Veitingageirinn.is óskar Sushi Samba innilega til hamingju með afmælið!
Afmælismyndir: Sushi Samba
Myndir af mat og texti: Axel
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati