Smári Valtýr Sæbjörnsson
Myndir frá fyrsta félagsfundi KM
Fyrsti félagsfundur KM á þessum vetri var haldinn í gær í Hótel- og matvælaskólanum í MK þar sem boðið var upp á kvöldverð útskriftarnemenda. Góður rómur var gerður að fundinum sem þóttist takast vel. Kokkalandsliðið var kynnt fyrir félagsmönnum Klúbbs matreiðslumeistara, en viðstaddir voru auk félagsmanna Margrét Friðriksdóttir skólameistari og Baldur Sæmundsson áfangastjóri verknáms.
Forseti KM, Hafliði Halldórsson óskaði útskriftarnemum velfarnaðar í störfum sínum, að því er fram kemur facebook síðu KM.
Á fjögurra rétta matseðli útskriftarnemanna fyrir félagsmenn KM var boðið upp á:
Lystauki:
Síldartartar, eggjakrem, rúgbrauð og bennivín.
Bökuð seljurót, seljurótafroða og skessujurtarsnjór.
Steikt smælki, sýrður laukur og hvönn.
Forréttur:
Laxaballotine, hörpuskel, skötuselur, humar með ristuðu briochebrauði
Súpa:
Villisveppa cappuccino
Aðalréttur:
Ofnsteikur lambshryggur með saltbakaðri rauðrófu, kartöfluköku, rótargrænmeti og Bordelaise sósu með grafinni lambalund
Eftirréttur:
Appelsínubaka með súkkulaði pavé og vanilluís.
Það var mat manna að maturinn hefði bragðast einstaklega vel og hefði verið vel framreiddur.
Myndir: facebook síða KM
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.