Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Myndir frá fyrsta félagsfundi KM

Birting:

þann

km_fundur_06092013Fyrsti félagsfundur KM á þessum vetri var haldinn í gær í Hótel- og matvælaskólanum í MK þar sem boðið var upp á kvöldverð útskriftarnemenda. Góður rómur var gerður að fundinum sem þóttist takast vel.  Kokkalandsliðið var kynnt fyrir félagsmönnum Klúbbs matreiðslumeistara, en viðstaddir voru auk félagsmanna Margrét Friðriksdóttir skólameistari og Baldur Sæmundsson áfangastjóri verknáms.

km_fundur_060920132Forseti KM, Hafliði Halldórsson óskaði útskriftarnemum velfarnaðar í störfum sínum, að því er fram kemur facebook síðu KM.

km_fundur_060920134

Á fjögurra rétta matseðli útskriftarnemanna fyrir félagsmenn KM var boðið upp á:

Lystauki:
Síldartartar, eggjakrem, rúgbrauð og bennivín.
Bökuð seljurót, seljurótafroða og skessujurtarsnjór.
Steikt smælki, sýrður laukur og hvönn.

Forréttur:
Laxaballotine, hörpuskel, skötuselur, humar með ristuðu briochebrauði

Súpa:
Villisveppa cappuccino

Aðalréttur:
Ofnsteikur lambshryggur með saltbakaðri rauðrófu, kartöfluköku, rótargrænmeti og Bordelaise sósu með grafinni lambalund

Eftirréttur:
Appelsínubaka með súkkulaði pavé og vanilluís.

Það var mat manna að maturinn hefði bragðast einstaklega vel og hefði verið vel framreiddur.

Myndir: facebook síða KM

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið