Frétt
Myndaveisla frá samstarfi Gunnars Karls og Poul Andrias
Á Paz í Þórshöfn, tveggja stjörnu Michelin-veitingastaðnum í Færeyjum, fór fram einstakur viðburður í byrjun september þegar tveir af fremstu kokkum Norðurlanda sameinuðu krafta sína í eldhúsinu.
Poul Andrias Ziska, eigandi og yfirmatreiðslumaður Paz, bauð íslenska matreiðslumanninum Gunnari Karli Gíslasyni í sérstakt samstarf þar sem þeir settu saman fjórtán rétta matseðil sem var aðeins í boði tvö kvöld.
Gunnar Karl er eigandi og yfirkokkur á Dill í Reykjavík, fyrsta íslenska veitingastaðnum sem hlaut Michelin-stjörnu. Dill hefur jafnframt fengið hið eftirsótta græna lauf fyrir framlag sitt til sjálfbærni. Gunnar Karl hefur markað djúp spor í íslenskri matargerð og er talinn einn helsti brautryðjandi í faginu hér á landi.
Poul Andrias Ziska hefur á skömmum tíma komið Paz á kortið sem einn af merkustu veitingastöðum Norðurlanda, en staðurinn hefur hlotið tvær Michelin-stjörnur þrátt fyrir að aðeins hafi verið opinn í nokkra mánuði. Poul starfaði áður sem yfirmatreiðslumaður á hinum heimsþekkta Koks sem náði mikilli velgengni bæði í Færeyjum og á Grænlandi.
Matseðillinn sem þeir buðu upp á var sambland af einkennisréttum hvors þeirra fyrir sig og nýjum réttum sem sóttu innblástur í náttúruna og heimahagana.
Einungis þrjátíu gestir gátu notið matarveislu hvers kvölds og var full setið bæði kvöldin.
Meðfylgjandi ljósmyndir eru frá Gunnari Karli Gíslasyni og birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Keppni17 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður

























