Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Mynd eftir Robba sigraði myndasamkeppni SFG | Langar mikið til að heimsækja veitingastaðina í Reykjavík

Birting:

þann

Robbi eldar

Hér er Róbert Leó með pabba sínum Arnóri Gunnarssyni að taka á móti verðlaununum, en mamma hans var ekki viðlátin.
Mynd af facebook síðu Íslenskt.is

Robbi eldar

Amerísku pönnukökurnar með jarðarberjum.
Mynd: @robbi_eldar Instagram

Nú á dögunum stóð Sölufélag Garðyrkjumanna fyrir sumarleik þar sem hægt var að senda inn skemmtilegar myndir þar sem íslensk jarðarber koma við sögu.

Leikurinn fór fram á facebook síðunni Íslenskt.is og bárust fjölmargar myndir eins og sjá má hér. Heppinn vinningshafi í jarðarberja myndasamkeppninni var Berglind Ósk Guðmundsdóttir en hún sendi inn skemmtilega og fallega mynd af gómsætum pönnukökum með íslenskum jarðarberjum sem Róbert Leó 10 ára sonur hennar gerði.

Uppskriftin af Amerísku pönnukökunum er úr bókinni Heilsuréttir fjölskyldunnar en Róbert breytti henni aðeins:

  • 2 dl fínt spelt
  • 2 dl gróft spelt
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1-2 msk kanill
  • Smá salt
  • 3 egg
  • 2-3 dl mjólk
  • 4 msk kókosolía
  • 1 tsk vanilludropar

Borið fram með hlynsírópi, íslenskum jarðarberjum, bláberjum, örþunnum bananasneiðum og toppað með söxuðu Kitkat súkkulaði.

Okkur fannst skemmtileg frásögn á bak við myndina sem Berglind Ósk Guðmundsdóttir setti inn á vegginn okkar sem varð til þess að við völdum þá mynd í verðlaunasæti. Líka það að jarðarber og pönnukökur eiga sérlega vel saman. Textinn var “Mynd frá Róberti Leó 10 ára sem græjaði þessar pönnukökur í morgun” þetta vakti áhuga okkar.

Sagði Kristín Linda Sveinsdóttir markaðsstjóri Sölufélags Garðyrkjumanna í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um val á verðlaunamyndinni.

Þegar ég kom heim til þeirra til að afhenda Berglindi verðlaunin þá tók Róbert skælbrosandi á móti mér gríðarlega stoltur. Brosti hringinn þegar hann sá grænmetiskörfuna.

Í verðlaun var gisting fyrir tvo á Hótel Flúðum með morgunmat , freyðivín og íslensk jarðarber upp á herbergi auk að sjálfsögðu grænmetiskarfa með íslensku grænmeti.

Þetta eru náttúrulega fullorðinsverðlaun enda vissum við ekki að Róbert Leó væri aðalmaðurinn á bak við þetta fyrr en við vorum búin að draga

, sagði Kristín hress og bætir við:

Robbi eldar

Grillaðar lambalærissneiðar með nýju íslensku grænmeti.
Mynd: @robbi_eldar Instagram

Svo sáum við á Instagram síðunni hans að hann hafði nýtt sér strax innihald grænmetiskörfunnar í máltíð kvöldsins. Drengurinn er greinilega efnilegur, allavegana ekki skortir áhugann og metnaðinn, flottur drengur.

Robbi eldar

Robbi bjó til kransaköku fyrir skírn.
Mynd: @robbi_eldar Instagram

Eins og kunnugt er þá heldur Róbert Leó Arnórsson úti skemmtilegri Instagram síðu þar sem hann birtir myndir af þeim réttum sem hann eldar.

Sjá einnig:

Robbi eldar

Róbert á uppáhaldsveitingastaðnum sínum Kobe í Flórída.
Mynd: @robbi_eldar Instagram

Nú í mars s.l. fór Róbert á uppáhaldsveitingastaðinn sinn Kobe í Flórída og forvitnuðumst við um hvernig upplifun hans var á Kobe.

Þetta er staður þar sem kokkarnir elda við borðið (teppanyaki). Það var mjög gaman að sjá þá elda fyrir framan mann og þegar þeir voru að metast um hver gerði mesta eldinn þegar þeir voru að flambera. Fyrst var borin fram lauksúpa og salat í forrétt á meðan kokkurinn gerði allt tilbúið. Síðan byrjaði hann að steikja grænmeti og hrísgrjón og það var fyrst sett á diskana.

Næst græjaði hann núðlur og loks kjúkling og nautakjöt. Ég mæli með þessum stað ef þið eruð að fara til Bandaríkjanna og ég myndi óska þess að það væri til svona staður á Íslandi.

Sagði Róbert í samtali við veitingageirinn.is

Robbi eldar

Lambafillet, sætar kartöflur, pönnusteikt grænmeti og béarnaise sósa.
Mynd: @robbi_eldar Instagram

Robbi eldar

Róbert stefnir á að verða matreiðslumeistari á eigin veitingastað.
Mynd: @robbi_eldar Instagram

En hvað er síðan framundan í eldamennskunni?

Nú fer ég meira í að grilla og prufa mig áfram í mismunandi grillréttum. Ég er síðan með tvo gróðurkassa heima þar sem ég er að reyna að rækta jarðarber í öðrum og alls konar í hinum. Ég fór um daginn í heimsókn í Hótel og matvælaskólann og Baldur Sæmundsson tók á móti mér og sýndi mér skólann og það var mjög gaman. Mig langar líka mikið til að fá að skoða veitingastaðina í Reykjavík og sjá hvað kokkarnir eru að gera þar og hvernig þeir stilla upp á diska. Ég myndi líka vilja fara á matreiðslunámskeið en það virðist ekki vera neitt í boði fyrir krakka.

Við hvetjum alla að kíkja á Instagram síðu Robbi eldar með því að smella hér og „followa“ hann.

 

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið