Markaðurinn
MS breytir nöfnum á Fetaosti

Notkun á orðunum „Feti“ og „Feta“ verður hætt, og þess í stað verður notast við orðin salatostur, veisluostur og ostakubbur.
Mjólkursamsalan fékk bréf frá MAST fyrr í vikunni varðandi notkun á nafninu Feta á nokkrum vörum fyrirtækisins. Í bréfinu er farið fram á skýringar á notkun MS á fyrrgreindum orðum, en MS hefur til þessa boðið upp á osta undir vörumerkjunum FETA-kubbar, Dala-FETA og Salat-FETA.
Í bréfi MAST er vísað til þess að Feta-ostar frá Grikklandi njóti verndar sem skráð afurðarheiti í Grikklandi í skilningi ákvæða laga nr. 130/2014 um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.
Í framhaldi af bréfinu hófst MS strax handa í samstarfi með auglýsingastofu að gera breytingar á vörumerkjum umræddra vara og umbúðum til samræmis. Þannig verður notkun á orðunum „Feti“ og „Feta“ hætt, og þess í stað notast við orðin salatostur, veisluostur og ostakubbur.
MS mun því alfarið hætta notkun á umræddum orðum til auðkenningar á vörum sem fyrirtækið framleiðir og selur, í samræmi við gildandi lagaákvæði og erindi MAST. Af umhverfissjónarmiðum mun MS þó óska eftir því við MAST að nota eldri umbúðir eins og kostur er þar til þær klárast.
Hér fyrir neðan má sjá drög að nýjum nöfnum og umbúðum fyrir umrædda osta:

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum