Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Matateljén opnar aftur – Nýtt upphaf í nýju umhverfi
Eftir að hafa verið hjarta matarmenningar í Gamla Enskede frá 2016 til 2024 hefur veitingastaðurinn Matateljén nú opnað dyr sínar á nýjum stað – í hinu ört breytilega og iðandi Slakthusområdet í Stokkhólmi. Á bak við þetta verkefni standa stofnendurnir Henrik Sauer og Anna Klyvare, sem nú horfa til framtíðar með spennandi hugmyndir og breyttar aðstæður.
Frá grónu hverfi í iðnaðarumhverfi
Gamla Matateljén, sem naut mikilla vinsælda í rólegu og grónu íbúðarhverfi Enskede, varð fljótt of lítil fyrir þá metnaðarfullu matargerð sem þar átti sér stað. Þrátt fyrir vinsældir og sterkt samfélagslegt gildi var ljóst að stækka þurfti út fyrir gömlu múrana. Á sama stað rekur nú Ateljéns Livs verslun sína, en eldhúsið og veitingareksturinn hafa flutt sig yfir í verulega breytt umhverfi: frá grænum görðum yfir í hráa borgarstemningu Slakthusområdet (eða Sláturhúsasvæðið á íslensku).
Slakthusområdet er fyrrum iðnaðarhverfi í suðurhluta Stokkhólms, nánar tiltekið í hverfinu Johanneshov. Svæðið var áður heimkynni sláturhúsa og matvælavinnslu og hefur lengi verið tengt matariðnaði í sinni upprunalegu mynd – en er nú í gegnum umfangsmikla umbreytingu.
Þann 27. maí síðastliðinn opnaði nýja Matateljén formlega – í rými með gluggum í þrjár áttir, sem Henrik segir „algjörlega stórkostlegt“.
Hann bætir við:
„Við skoðuðum þetta rými fyrst árið 2020 en þá varð ekkert úr því. Þegar tækifærið kom aftur sumarið 2024 var ekki spurning – við slógum til.“
Sagði Henrik í fréttatilkynningu.
Ný staðsetning, ný tækifæri
Slakthusområdet er í mikilli þróun og hefur á síðustu árum orðið að miðpunkti nýrrar matar- og menningarsenu í Stokkhólmi. Þar er nú vaxandi fjöldi metnaðarfullra veitingastaða og sköpunarkraftur svífur yfir vötnum.
„Þetta er ótrúlega spennandi hverfi, fullt af innblástur og öflugum nágrönnum. Það er mikið að gerast hér og framundan eru stórar breytingar,“
segir Henrik.
Arfleifðin úr Enskede fær að lifa áfram
Henrik og Anna leggja áherslu á að nýja Matateljén beri með sér anda gamla staðarins – andrúmsloftið, gæðin og persónuleg þjónusta haldast áfram, þó með meiri möguleikum en áður.
„Við viljum viðhalda þeirri stemningu sem við byggðum upp í Gamla Enskede, en nú höfum við betra eldhús og getum farið lengra í matreiðslunni. Það eru hugmyndir sem við þurftum að leggja á hilluna áður, sem við getum nú loks látið verða að veruleika,“
segir Henrik.
Auk þess hefur nýja Matateljén nú eiginlega bar – eitthvað sem gamla rýmið bauð ekki upp á í sama mæli.
Nálgun sem hentar hverjum sem er
Matateljén býður nú upp á tvo fasta matseðla, klassíska à la carte-rétti og óformlegra andrúmsloft í barnum eða á útisvæðinu.
„Við viljum að fólk geti valið hvernig það nýtur staðarins: hvort sem það er í rólegheitum með glasi í hönd eða í fullri máltíð með fjölbreyttri smakkupplifun. Þetta er okkar heimili og við finnum að við erum á rétta staðnum,“
segir Henrik.
Framtíðarsýn stofnendanna er skýr: byggja upp stað með rótfestu í hverfi sem sjálft er í umbreytingu. Þeir gera sér grein fyrir að það tekur tíma að festa sig í sessi í nýju umhverfi – en horfa bjartsýn fram á veginn.
„Við höfum miklar væntingar til framtíðarinnar hér og teljum að eftir fimm ár verði þetta eitt af lykilhverfum borgarinnar. Ferlið þangað verður skemmtilegt, skapandi og áskorandi – en við hlökkum til þess,“
segir Henrik Sauer að lokum.
Myndir: instagram / Matateljén

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Dímon 11: Nýr gastropub opnar á Laugavegi 11
-
Frétt6 dagar síðan
Sælgætisrisinn Ferrero festir kaup á WK Kellogg fyrir 425 milljarða króna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Humareldi í Noregi – en íslenskar tilraunir runnu út í sandinn
-
Frétt6 dagar síðan
Hjón fundust látin í vínkjallara – þurrís talinn orsök – Veitingamenn – eru þið að nota þurrís rétt?
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Veitingarýni: „Hugguleg herbergi en matreiðslan stal senunni“ – Fosshótel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
The Codfather opnar á Selfossi: Fiskur í Doritos-raspi vekur athygli
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ferskar, sætar og ómótstæðilegar sumarsnittur – Rjómaostur með hvítu súkkulaði breytir öllu
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Stóreldhústækin frá Lotus fáanleg hjá Bako Verslunartækni