Viðtöl, örfréttir & frumraun
Marentza Poulsen snaraði fram dýrindis smurbrauð
Það þarf vart að kynna smurbrauðsdrottningu okkar Íslendinga Marentzu Poulsen, en hún hefur til að mynda rekið sumarveitingastaðinn Flóran í garðskála Grasagarðsins frá árinu 1997.
1. september s.l. fór Flóran í vetrardvala og hefur Marentza ekki setið auðum höndum síðan.
Klambrar Bistrø býður meðal annars upp á 3-4 tegundir af smurbrauði að hætti Frú Poulsen. Á meðfylgjandi mynd hér að ofan má sjá Marentzu leggja lokahönd á dýrindis smurbrauð.
Klambrar Bistrø
Klambrar Bistrø er tiltölulega nýr veitingastaður en hann opnaði í febrúar í fyrra og er staðsettur á Kjarvalstöðum.
Virkilega girnilegir réttir eru á boðstólnum hjá Klambrar Bistrø, en hann er stúfullur af smurbrauði, hnallþórum, fiskréttum svo fátt eitt sé nefnt.
- Ferskur burrata, pistasíuolía, söltuð sítróna og kress
- Sítrus/epla grafin klausturbleikja, skyr, ástaraldin, ristaðar heslihnetur og vatnakarsi
Hver er Marentza Poulsen?
Marentza Poulsen er fædd og uppalin í Færeyjum hjá matelskandi foreldrum og fluttist á unglingsaldri með fjölskyldu sinni til Íslands. Þar hóf Marentza sinn starfsferil innan veitingageirans, fyrst á Hótel Sögu og síðar á Hótel Loftleiðum. Þegar hún var 18 ára gömul fór hún til Kaupmannahafnarþar sem smurbrauðsjómfrúin varð til, Marentza hefur því sterkar taugar til Danskrar matarhefðar auk áhrifa frá móður sem kunni að nýta og gera dýrindis máltíðir úr því sem til féll.
Eftir að Marentza fluttist aftur heim til Íslands hefur hún meira og minna starfað við matargerð og veisluþjónustu auk námskeiðahalds því tengdu. Þar má nefna stöðu veitingastjóra til margra ára í Oddfellowhúsinu og á Hótel Borg, rekstur kaffíhúss í Hlaðvarpanum og sumarhótels á Skálholti.
Marentza hefur haldið fjöldan allan af námskeiðum þar sem hún fór stórum í tilraunum sínum til að beina Íslendingum inn á rétta braut hvað varðar jólaundirbúning, veisluhöld af öllum stærðum og gerðum og borðskreytingum að ógleymdu litla hnetuborðinu sem prýddi mörg heimili landans í aðventunni á 10. áratugnum. Texti um Marentzu: floran.is
Fleiri fréttir um Marentzu Poulsen hér.
Girnilegar hnallþórur
Hnallþórur hafa verið vinsælar á veisluborðum Íslendinga um langt skeið og það verður enginn svikinn af þessum hnallþórum á veitingastaðnum Klambrar Bistrø.
Myndir: facebook / Klambrar Bistrø

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?