Markaðurinn
Maíssalat
Þetta sumarlega og skemmtilega maíssalat er ótrúlega ferskt og passar einstaklega vel með grillmatnum.
Innihald:
2 – 3 ferskir maís stönglar (345 g)
50 g ostakubbur frá MS
120 g sýrður rjómi 10%
1 paprika (185 g)
1 hvítlauksrif
safi úr einni límónu ásamt berkinum
ferskur kóreander eftir smekk
salt, pipar og chillí um 1 tsk af hverju
Aðferð
Þú byrjar á því að láta maísinn liggja í volgu vatni í um 10 mínútur, eftir það er maísinn grillaður í um 12 – 15 mínútur og honum snúið reglulega á grillinu svo allar hliðarnar grillist. Maísinn er svo kældur örlítið og skorinn af stilknum.
Ostakubburinn og paprikan skorinn í litla bita, hvítlaukurinn pressaður og öllu blandað saman ásamt kóreandernum.
Hægt að sjá nánar hér Sumarlegt maíssalat.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð