Markaðurinn
Maíssalat
Þetta sumarlega og skemmtilega maíssalat er ótrúlega ferskt og passar einstaklega vel með grillmatnum.
Innihald:
2 – 3 ferskir maís stönglar (345 g)
50 g ostakubbur frá MS
120 g sýrður rjómi 10%
1 paprika (185 g)
1 hvítlauksrif
safi úr einni límónu ásamt berkinum
ferskur kóreander eftir smekk
salt, pipar og chillí um 1 tsk af hverju
Aðferð
Þú byrjar á því að láta maísinn liggja í volgu vatni í um 10 mínútur, eftir það er maísinn grillaður í um 12 – 15 mínútur og honum snúið reglulega á grillinu svo allar hliðarnar grillist. Maísinn er svo kældur örlítið og skorinn af stilknum.
Ostakubburinn og paprikan skorinn í litla bita, hvítlaukurinn pressaður og öllu blandað saman ásamt kóreandernum.
Hægt að sjá nánar hér Sumarlegt maíssalat.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi








