Markaðurinn
Maíssalat
Þetta sumarlega og skemmtilega maíssalat er ótrúlega ferskt og passar einstaklega vel með grillmatnum.
Innihald:
2 – 3 ferskir maís stönglar (345 g)
50 g ostakubbur frá MS
120 g sýrður rjómi 10%
1 paprika (185 g)
1 hvítlauksrif
safi úr einni límónu ásamt berkinum
ferskur kóreander eftir smekk
salt, pipar og chillí um 1 tsk af hverju
Aðferð
Þú byrjar á því að láta maísinn liggja í volgu vatni í um 10 mínútur, eftir það er maísinn grillaður í um 12 – 15 mínútur og honum snúið reglulega á grillinu svo allar hliðarnar grillist. Maísinn er svo kældur örlítið og skorinn af stilknum.
Ostakubburinn og paprikan skorinn í litla bita, hvítlaukurinn pressaður og öllu blandað saman ásamt kóreandernum.
Hægt að sjá nánar hér Sumarlegt maíssalat.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s