Markaðurinn
Maíssalat
Þetta sumarlega og skemmtilega maíssalat er ótrúlega ferskt og passar einstaklega vel með grillmatnum.
Innihald:
2 – 3 ferskir maís stönglar (345 g)
50 g ostakubbur frá MS
120 g sýrður rjómi 10%
1 paprika (185 g)
1 hvítlauksrif
safi úr einni límónu ásamt berkinum
ferskur kóreander eftir smekk
salt, pipar og chillí um 1 tsk af hverju
Aðferð
Þú byrjar á því að láta maísinn liggja í volgu vatni í um 10 mínútur, eftir það er maísinn grillaður í um 12 – 15 mínútur og honum snúið reglulega á grillinu svo allar hliðarnar grillist. Maísinn er svo kældur örlítið og skorinn af stilknum.
Ostakubburinn og paprikan skorinn í litla bita, hvítlaukurinn pressaður og öllu blandað saman ásamt kóreandernum.
Hægt að sjá nánar hér Sumarlegt maíssalat.

-
Keppni13 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata