Frétt
Loka krám og veitingastöðum í Frakklandi
Stjórnvöld í Frakklandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum borgum landsins vegna fjölgunar smita. Næsta laugardag verður hæsta viðbúnaðarstig vegna faraldursins í gildi í Lyon, Lille, Grenoble og Saint-Etienne og verður öllum veitinga- og öldurhúsum gert að loka, að því er fram kemur á ruv.is.
Börum og veitingastöðum var lokað í París í síðustu viku vegna hópsmita og í Marseille í síðasta mánuði. Ríflega 18.100 greindust með kórónuveirusmit í Frakklandi síðastliðinn sólarhring, sem er mesti fjöldi síðan umfangsmiklar skimanir hófust þar í landi.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






