Uppskriftir
Ljúffeng blómkálssúpa
Hér er uppskrift af einfaldri en gómsætri blómkálssúpu, bragðbætt með beikoni, sýrðum rjóma, graslauki og cheddar osti.
Fyrir 4-6
- 4 stórar sneiðar beikon
- 2 laukar, saxaðir smátt (u.þ.b. 2 bollar)
- 2 stórar bökunarkartöflur, skrælið og skerið í litla bita (u.þ.b. 5 bollar)
- 1 miðlungsstór blómkálshaus, skorinn í litla bita (u.þ.b. 6 bollar)
- 8 bollar kjúklingasoð (eða vatn og kjúklingateningar)
- Salt og svartur pipar
- Sýrður rjómi, graslaukur og rifinn cheddar ostur til að setja yfir þegar súpan er borin fram.
Aðferð:
Steikið beikon þar til stökkt. Setjið á eldhúsbréf og þerrið mestu fitu af. Bætið næst lauknum út í og 1 tsk. af salti og 1 tsk. af pipar. Hrærið reglulega og steikið þar til laukur er mjúkur. Bætið næst út í kartöflum, blómkáli og kjúklingasoði.
Sjóðið í um 15-20 mín. eða þar til kartöflur eru mjúkar. Setjið súpuna í blandara. Það er smekksatriði hvort súpan verði silkimjúk eða með litlum bitum.
Smakkið til með salti og pipar.
Berið fram með söxuðu beikoni og graslauk, sýrðum rjóma og rifnum cheddar osti.
Uppskrift þessi birtist í Fréttablaðinu

-
Keppni22 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við