Vertu memm

Uppskriftir

Ljúffeng blómkálssúpa

Birting:

þann

Blómkál

Hér er uppskrift af einfaldri en gómsætri blómkálssúpu, bragðbætt með beikoni, sýrðum rjóma, graslauki og cheddar osti.

Fyrir 4-6

  • 4 stórar sneiðar beikon
  • 2 laukar, saxaðir smátt (u.þ.b. 2 bollar)
  • 2 stórar bökunarkartöflur, skrælið og skerið í litla bita (u.þ.b. 5 bollar)
  • 1 miðlungsstór blómkálshaus, skorinn í litla bita (u.þ.b. 6 bollar)
  • 8 bollar kjúklingasoð (eða vatn og kjúklingateningar)
  • Salt og svartur pipar
  • Sýrður rjómi, graslaukur og rifinn cheddar ostur til að setja yfir þegar súpan er borin fram.

Aðferð:

Steikið beikon þar til stökkt. Setjið á eldhúsbréf og þerrið mestu fitu af. Bætið næst lauknum út í og 1 tsk. af salti og 1 tsk. af pipar. Hrærið reglulega og steikið þar til laukur er mjúkur. Bætið næst út í kartöflum, blómkáli og kjúklingasoði.

Sjóðið í um 15-20 mín. eða þar til kartöflur eru mjúkar. Setjið súpuna í blandara. Það er smekksatriði hvort súpan verði silkimjúk eða með litlum bitum.

Smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með söxuðu beikoni og graslauk, sýrðum rjóma og rifnum cheddar osti.

Uppskrift þessi birtist í Fréttablaðinu

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið