Uppskriftir
Ljúffeng blómkálssúpa
Hér er uppskrift af einfaldri en gómsætri blómkálssúpu, bragðbætt með beikoni, sýrðum rjóma, graslauki og cheddar osti.
Fyrir 4-6
- 4 stórar sneiðar beikon
- 2 laukar, saxaðir smátt (u.þ.b. 2 bollar)
- 2 stórar bökunarkartöflur, skrælið og skerið í litla bita (u.þ.b. 5 bollar)
- 1 miðlungsstór blómkálshaus, skorinn í litla bita (u.þ.b. 6 bollar)
- 8 bollar kjúklingasoð (eða vatn og kjúklingateningar)
- Salt og svartur pipar
- Sýrður rjómi, graslaukur og rifinn cheddar ostur til að setja yfir þegar súpan er borin fram.
Aðferð:
Steikið beikon þar til stökkt. Setjið á eldhúsbréf og þerrið mestu fitu af. Bætið næst lauknum út í og 1 tsk. af salti og 1 tsk. af pipar. Hrærið reglulega og steikið þar til laukur er mjúkur. Bætið næst út í kartöflum, blómkáli og kjúklingasoði.
Sjóðið í um 15-20 mín. eða þar til kartöflur eru mjúkar. Setjið súpuna í blandara. Það er smekksatriði hvort súpan verði silkimjúk eða með litlum bitum.
Smakkið til með salti og pipar.
Berið fram með söxuðu beikoni og graslauk, sýrðum rjóma og rifnum cheddar osti.
Uppskrift þessi birtist í Fréttablaðinu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana