Keppni
Leó keppir í heimsmeistaramóti í gerð óáfengra kokteila
Á næstunni mun Leó Ólafsson halda aftur til Prag til að taka þátt í heimsmeistarakeppni í gerð óáfengra kokteila. Keppnin er í boði Mattoni, tékknesks vatns- og gosdrykkjaframleiðanda og stendur yfir frá 17.-20. júní.
Leó tók einnig þátt í henni árið 2014 og varð þá áttundi af 35 keppendum; aðeins tveimur stigum frá því að komast í úrslit.
Aðspurður sagði Leó:
„ Þetta er gríðalega stór keppni. Hún er haldin árlega og mikið lagt upp úr að gera viðburðinn sem flottastan. Ég er einn af 20 keppendum sem taka þátt þetta árið og vann mér þann rétt þegar ég var valinn efnilegasti nemandi á tveggja vikna kokteilanámskeiði í IBA Academy árið 2015. Þegar ég tala um gríðarlega stóra keppni þá meina ég að hún leggur hreinlega undir sig aðaltorgið í Prag. Þar eru tvö risastór svið með endalausar uppákomur allan daginn á meðan keppnin stendur yfir.
Til viðbótar við sjálfa kokteilagerðina eru meðal annars „Flair bar show“, fjölbreytt tónlistaratriði og viðtöl við keppendur og annað fólk á svæðinu.
Allt er þetta í beinni útsendingu á tékkneskum sjónvarpstöðum. Um það bil 6000 manns mæta á svæðið til að fylgjast með og njóta kvöldsins. En þetta er ekki bara skemmtun og auglýsing fyrir þá sem taka þátt því sá sem vinnur hlýtur að jafngildi ríflega 1.200.000 króna í verðlaun.“
Leó sagði ennfremur:
„Að gera óáfengan kokteill er að mínu mati erfiðara en að gera áfengan. Það er mun fjölbreyttara hráefni í boði til að gera áfenga kokteila en óáfenga svo þú þarft virkilega að hugsa út fyrir kassann og hugsa upp hvað sé hægt að gera með þau fersku hráefni sem þú færð í hendurnar til að vinna með. Ég veit að það eru nokkrir íslenskir barir farnir að bjóða upp á aukið úrval af óáfengum kokteilum en það væri gaman að fara að sjá enn fleiri og fjölbreyttari útgáfur af þeim.
Það var reyndar keppni í gerð óáfengra kokteila á Tívolí um daginn og þeir voru margir hverjir mjög bragðgóðir.“
Að lokum fylgir hér uppskriftin af kokteilnum sem Leó mun gera í keppninni í Prag:
Protective Angels
- Pinch of Parsley
- Pinch of Esdragon
- * Muddled
- 1,5 cl of Citric acid – Can be made in the preparation time (Mattoni still water + Citric acid powder)
- 1 cl Steeves maple syrup
- 10 cl Mattoni still water
This cocktail is muddled then stirred and double strained into a high ball glass
Then I put some Danish licorice powder on half of the rim of the glass and spray it with Japanese truffle juice.
The garnish is a cut out of horseradish which look like angel wings and some thyme on one of the angels. Thyme, licorice powder and esdragon all share a similar licorice aroma with saltiness sent from the truffle juice I spray on top and connect to each other through the presentation, it is set on a golden platter with black background so the white, black, golden color all go great together.
I love licorice and the cocktail represents a refreshing citric flavor at first following with a herbal taste and ends with the licorice of the powder. You can also choice to skip the licorice taste in the end cause it is half rimmed.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt6 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun4 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024