Vín, drykkir og keppni
Leó á Vegamótum vann Inspired by Björk & Birkir Kokkteilkeppnina
Fimmtudagskvöldið sl. var haldin á Slippbarnum kokkteilkeppnin Inspired by Björk & Birkir á vegum Foss distillery, Barþjónaklúbbs Íslands og Globus hf. Þar var margt um manninn og gríðarlega góð þátttaka í keppninni.
Keppendur þurftu að búa til fimm drykki með frjálsri aðferð sem innihéldu a.m.k. 3cl af annað hvort Björk eða Birki.
Það var ótrúlega fjölbreytt flóra drykkja sem leit dagsins ljós og greinilegt að mikil vakning og gróska er í gerð kokktela hér á landi um þessar mundir. Keppnin var óformleg og var eingöngu dæmt fyrir drykkina, ekki vinnubrögð og dæmdi dómnefnd fyrir útlit og bragð.
Dómnefndin var skipuð fagfólki úr veitingabransanum, bæði barþjónum og kokkum en í henni voru: Ásgeir Már Björnsson Kokteilbarþjónn, Sigurrós Pálsdóttir Matreiðslumaður, Bjarni Siguróli Jakobsson Matreiðslumaður ársins 2012 og Margrét Gunnarsdóttir barþjónn. Þau höfðu það erfiða verkefni að smakka 27 mismunandi drykki. Keppni var nokkuð jöfn, t.d. munaði bara einu stigi á 3. og 4. Sæti.
Það var Leó Ólafsson Barþjónn á Vegamótum sem bar sigur úr bítum með drykknum sínum sem heitir Birki dropi. Í öðru sæti varð Víkingur Kristjánsson barþjónn á KOL með drykk sem hann kallar 1793 og í þriðja sæti lenti Bruno Falkao barþjónn á Kolabrautinni en hans drykkur heitir Birkir.
Það var mál manna sem viðstaddir voru að gríðarlega vel hafi til tekist með keppnina og að stemningin á staðnum hafi verið góð. Það vara bryddað upp á þeirri nýung að gefa áhorfendum að smakka drykkina jafnóðum sem mæltist vel fyrir og gerði keppnina meira spennandi fyrir áhorfendur.
1. sæti – Leó Ólafsson – Vegamót
Heiti: Birki dropi
3cl Birki
3cl Cointreau
3cl Sítrónu safi
3cl Birki sýrop
eggahvíta
Skreyting; Birkigreinar og sítrónusneið
2. sæti – Víkingur Kristjánsson – Kol
Heiti: 1793
3c Birkir
1,5cl Dry Curaçao
3cl Lemon
2,25cl Hunang
Mynta
3. sæti – Bruno Falcao – Kolabrautin
Heiti: Birkir
1 oz Björk
1 oz Engifer sýrop
1 oz Limesafi ferskur
1 oz Sour Apple De Kuyper
Skreyting; Birki lauf og eplasneið
Shake all ingredients , serve into a oldfashion glass on the rocks.
Myndir: Björn Blöndal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur