Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lauga-Ás opnar að nýju

Laugaás er fjölskyldufyrirtæki og rekið af feðgunum Ragnari Guðmundssyni og Guðmundi Kr Ragnarssyni. Fjölskyldan hefur rekið Laugaás frá upphafi, eða síðan í júní 1979.
Mynd: facebook / Veitingahúsið Lauga-ás
Veitingahúsið Laugaás hætti starfsemi þann 24. desember s.l., en Ragnar Guðmundsson matreiðslumeistari og eigandi Laugaás tilkynnti þetta í viðtali á Útvarp Sögu.
Nú er svo komið að því að dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag og í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna.

Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistarar og eigendur Laugaás.
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari
Guðmundur Kristján Ragnarsson, sonur Ragnars segir í samtali við Vísi að viðbrögðin hafi komið föður sínum á óvart en greinilegt er að margir sjái á eftir staðnum.
„Hann var svo hissa hvað það voru margir sem voru drullufúlir með að hann væri að hætta.“
Visir.is fjallar nánar um málið hér.
Mynd: facebook / Veitingahúsið Lauga-ás

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati