Viðtöl, örfréttir & frumraun
Lauga-Ás opnar að nýju

Laugaás er fjölskyldufyrirtæki og rekið af feðgunum Ragnari Guðmundssyni og Guðmundi Kr Ragnarssyni. Fjölskyldan hefur rekið Laugaás frá upphafi, eða síðan í júní 1979.
Mynd: facebook / Veitingahúsið Lauga-ás
Veitingahúsið Laugaás hætti starfsemi þann 24. desember s.l., en Ragnar Guðmundsson matreiðslumeistari og eigandi Laugaás tilkynnti þetta í viðtali á Útvarp Sögu.
Nú er svo komið að því að dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag og í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna.

Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistarar og eigendur Laugaás.
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari
Guðmundur Kristján Ragnarsson, sonur Ragnars segir í samtali við Vísi að viðbrögðin hafi komið föður sínum á óvart en greinilegt er að margir sjái á eftir staðnum.
„Hann var svo hissa hvað það voru margir sem voru drullufúlir með að hann væri að hætta.“
Visir.is fjallar nánar um málið hér.
Mynd: facebook / Veitingahúsið Lauga-ás
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






