Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna á stórsýningu í Englandi – Fylgist með á snapchat: veitingageirinn
Meðlimir í Landsliði kjötiðnaðarmanna eru staddir á Englandi í bænum Harrogate þar sem fram fer stórsýning kjötiðnaðarmanna, keppni í kjötskurði og keppnin „Great British Butcher“ sem haldin er ár hvert og að þessu sinni í Harrogate.
„Við ætlum að kynnast Breska liðinu og erum búnir að vera í sambandi við framkvæmdarstjóra hjá þeirra landsliði og skipuleggjendur hátíðarinnar“
Sagði Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um ferðalagið hjá íslenska landsliðinu.
Þetta er einn liður í undirbúningi landsliðsins fyrir heimsmeistarakeppni í kjötskurði sem fram fer í Sakramentó í Bandaríkjunum í september árið 2020.
Sjá einnig: Ísland með í heimsmeistarakeppni í fyrsta sinn
Myndir frá sýningunni og keppnunum í dag:
Snapchat – Veitingageirinn
Rakel Þorgilsdóttir meðlimur í landsliðinu er með snapchat veitingageirans og sýnir frá sýningunni, keppnunum ofl. Fylgist vel með: veitingageirinn
Með fylgir myndband frá sýningunni í fyrra:
Fleiri fréttir: Landslið Kjötiðnaðarmanna
Myndir: dalziel.co.uk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni











