Keppni
Kynningarfundur á keppninni Kokkur ársins í dag
Í dag 6. janúar verður kynningarfundur á keppninni Kokkur ársins fyrir áhugasama keppendur, í Krúttkoti í Hörpu kl 15:00. (salur fyrir aftan Smurstöðina)
Sjá einnig: Kokkur ársins 2016
Keppnin Matreiðslumaður ársins hefur fengið nýtt nafn og merki/logó og mun hér eftir heita Kokkur Ársins. Samhliða nafnabreytingunni hefur verið stofnað hópur sigurvegara keppninnar frá upphafi. Hópurinn fylgir keppninni úr hlaði og tekur virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd. Klúbbur matreiðslumeistara hefur veg og vanda að keppninni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð. Nú sem fyrr er þátttaka eingöngu fyrir faglærða matreiðslumenn – Sveinsprófshafa í matreiðslu.
Klúbbur matreiðslumeistara hvetur alla faglærða matreiðslumenn til að taka þátt.
Kokkur Ársins undirbúningsnefnd- Klúbbur matreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





