Food & fun
Kore í Granda Mathöll með frábæran mat
Í upphafi var ekkert og síðan kom brauðið og þar næst Street food, segir sagan og ekki ætla ég að rengja það. Street food í þeirri mynd sem við þekkjum má rekja til Asíu, stekkur síðan yfir til USA og nú höfum við heldur betur tekið við okkur hér í Evrópu.
Í upphafi var þetta einfaldur matur sem gerður var á staðnum, yfirleitt á mörkuðum eða álíka stöðum þar sem rýmið var lítið en aðgengi að hráefninu var fjölbreytt.
Að sjálfsögðu höfum við staðið okkur bærilega undanfarið hér heima, en hugmyndirnar voru framan af ekki burðugar og einna helst var það pylsan sem við státum okkur af sem okkar besta götumat og er hún ekki einu sinni íslensk og í sinni núverandi mynd, eiginlega hálf dönsk.
En hvað um það, nú er Street food orðin listgrein og margir snillingar að skapa sér gott orð með góðri frammistöðu og skemmtilegum réttum og bragði.
Street food ævintýri
Deuki Hong er einn slíkra nafna sem hefur slegið í gegn með kórensku Street food ævintýri. Deuki Hong og félagi hans Matt Rodbard slógu rækilega í gegn hér um árið í með bókinni Koreatown sem seldist í bílförmum í USA og er m.a kveikjan á bak við veitingastaðinn Kore hér heima.
Sagan á bak við Kore er ævintýri líkast, frekar stutt, en bráðsmellin sem ég ætla samt að láta bíða betri tíma að segja. Deuki Hong hefur staðið eins og stytta á bak við Atla, eiganda Kore og hans fólk, varðandi útfærslur, matlagningu og annað, allt frá upphafi. Eina greiðslan sem hann hefur farið fram á er vinskapur og að fá að taka þátt í gleðinni.
Við kíktum á Kore sl. miðvikudagskvöld sem er í Granda Mathöll en áður höfum við heimsótt Kore í fyrra og urðum þá ekki fyrir vonbrigðum frekar en núna.
Einn af stóru nöfnunum í Bandaríkjunum
Deuki Hong sem er núna aftur gestur Kore á Food & Fun matarhátíðinni hefur farið á kostum í Sjávarklasanum eins og við var að búast. Undanfarin ár hefur Dekui Hong slegið rækilega í gegn í USA og víða og til gamans getið að í síðasta mánuði var hann með veislu fyrir aðstandendur Óskarsmyndarinnar Parasite. Hann er virkilega heitt nafn í USA núna og eitt af stóru nöfnunum hjá yngri matreiðslumönnum í Bandaríkjunum. Í dag starfar hann á stjörnukránni í LA Sunday Bird.
Frábær matur
Ég ætla ekki að hafa mörg orð um matinn sem í boði var en ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Réttirnir voru spennandi, verulega bragðgóðir og fjölbreyttir og það er klárlega hægt að mæla með heimsókn í Kore.
Deuki Hong er matreiðslumaður á heimsmælikvarða og ef þið viljið góða og ódýrar matarupplifun, ekta kórenskt Street Food þá er að skella sér á Kore.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum