Keppni
Keppt um bestu skinku Íslands 2018
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna heldur nú í fyrsta sinn keppnina ,,Besta skinka Íslands 2018”. Keppnin hefst á haustdögum (október) 2017. Keppnin er tvískipt annarsvegar er forkeppni og hinsvegar aðalkeppnin.
Forkeppni / Aðalkeppni
Forkeppni (fyrri hluti) ,,Besta skinka Íslands 2018 haldin í október 2017.
Aðalkeppni (seinni hluti) haldin í febrúar 2018.
Þátttakendur
Starfandi kjötvinnslur/kjötbúðir og öll matvælafyrirtæki með tilskilin leyfi.
Skil á vörum
Hverjum keppanda er heimilt að senda eins margar vörur (skinku) og hann vill til forkeppninnar.
Skinkan skal vera framleidd af skráðum þáttakanda. Fyrir afhendingu mun ritari keppninnar (MFK) senda þátttakendum númer fyrir hverja innsenda vöru. Það númer mun vera þátttökunúmer vörunnar. Ekki skal skrá framleiðanda eða aðrar upplýsingar á vöruna.
Hver innsend vara (skinka) skal vera að lágmarki 2 x 500 grömm. Varan má ekki vera með neinu skrauti.
Í reglugerð um kjöt og kjötvörum 9 gr. Viðbætt vatn.
Vatn, sem aukið er í kjöt í heilum stykkjum (eða í endurmótaðar vörur sem líta út eins og heilir vöðvar) skal tilgreina í tengslum vöruheitið ef magn þess fer yfir 5 % í soðnum vörum.
Skilgreining: Skinka (inniheldur viðbætt vatn) Minnst 80 % kjöt ( þó hámark 10% fita)
Framkvæmd, besta skinka Íslands
Forkeppni/aðalkeppni
Innsendar vörur verða dæmdar í forkeppni sem fer fram í október 2017, þar sem 6 dómarara frá MFK munu dæma vörunar.
Í forkeppnina skulu þátttakendur senda inn 2×500 grömm af skinku til dómgæslu.
Innsendar vörur verða dæmdar eftir fagmennsku, bragði og útliti.
Dómarar velja þrjár bestu skinkunar sem fara svo áfram í aðalkeppnina sem fram fer á meðal almennings í Hörpunni í febrúar 2018. En þar verður bragð í forgrunni. Úrslit verða síðan kynnt á MFK deginum 10.mars 2018.
Þeir þátttakendur sem komast í úrslit og eiga þrjár bestu vörurnar úr forkeppninni fá tilkynningu um það strax að aflokinni forkeppninni.
Aðalkeppni
Aðalkeppnin mun fara fram á matardögum sem haldnir verða í Hörpu í febrúar 2018, þar sem að gestum gefst kostur á að dæma vöruna eftir bragði.
Þátttakendur sem komast í úrslit þurfa að skila inn 15 x 500 grömmum af skinku til smökkunar fyrir gesti/almenning.
Almenningur mun dæma vöruna og úr því kemur niðurstaðan, og mun sigurvegarinn hljóta titilinn ,,Besta skinka Íslands 2018” að mati dómara MFK
Úrslit verða kynnt með öðrum vörum á MFK deginum 10.mars 2018.
Þátttökutilkynning
Þátttöku í keppnina þarf að tilkynna til ritara keppninnar;
Björk Guðbrandsdóttir fyrir 8.september 2017.
Netfang: [email protected] Sími: 860 9238
Þátttökugjald.
Þátttökugjaldið er 10.000 kr fyrir hverja innsenda vöru.
Afhending/umbúðir
Innsendar vörur skulu koma aðeins merktar með áður fengnu númeri frá ritara keppninnar. Umbúðir vörunnar skulu vera þannig að varan skaðist ekki í flutningi til keppninnar. Umbúðir form og fleira verða ekki endursend. Fyrir dómgæslu í fyrri hluta keppninnar skulu vörurnar berast 11-12. Október í Menntaskólann í Kópavogi. Afhendin vörunnar vegna seinni hluta keppninnar verður kynnt síðar.
Stigagjöf
Stigagjöf í forkeppninni verður með sama dómafyrirkomulagi og í fagkeppni MFK. Stigagjöfin í aðalkeppninni mun verða dæmd af gestum sem koma á matardaga í Hörpu í febrúar 2018.
Verðlaun
Varan sem vinnur fær útnefninguna ,,Besta skinka Íslands 2018” Vinnigshafinn fær þessu til staðfestingar verðlaunagrip sem viðkomandi getur haft til sýnis á vinnustað sínum.
Verðlaunin verða afhent á MFK deginum 10.mars 2018 á Hótel Natura Reykjavík (Hótel Loftleiðir).
Heimasíða félagsins: www.mfk.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða