Frétt
Keahótel ehf. kaupir Hótel Kötlu
Keahótel ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal, hótelið verður áfram rekið undir sama nafni og mun reksturinn að mestu leyti haldast óbreyttur.
Hótel Katla er þriggja stjörnu heilsárshótel með 103 herbergi ásamt veitingastað sem tekur allt að 200 manns í sæti. Hótelið stendur í landi Höfðabrekku sem er í 5 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Í landi Höfðabrekku er einstök náttúrufegurð og hefur það verið nýtt sem sviðsmynd í ótal kvikmyndaverkefni og sjónvarpsþætti s.s. Game of Thrones og Hrafninn Flýgur.
Svæðið í kringum Vík í Mýrdal er meðal vinsælustu ferðamannastaða landsins og hefur mikil uppbygging átt sér stað á svæðinu síðustu ár.
„Hótel Katla er einstaklega vel staðsett í fallegu umhverfi og sjáum við mikla möguleika til frekari uppbyggingar á svæðinu“
segir Páll L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Keahótela ehf.
Hótel Katla verður tíunda hótelið sem rekið verður undir merkjum Keahótela, en fyrir rekur það sex hótel í Reykjavík og þrjú á Norðurlandi með samtals 794 herbergi.
Kaupin eru frágengin og er kaupverðið trúnaðarmál.
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum