Markaðurinn
KEA skyr fagnar 30 ára afmæli með nýju útliti og nýjum bragðtegundum
Það þekkja flestir Íslendingar KEA skyr enda hefur vanilluskyrið verið mest selda skyrið á íslenskum markaði undanfarin ár og þykir algjörlega ómissandi á mörgum heimilum. Í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan KEA skyr var sett á markað var ákveðið að gefa þessari íslensku skyrfjölskyldu andlitslyftingu og bjóða neytendum upp á spennandi nýjungar í leiðinni. Allar tegundir eiga það sameiginlegt að vera með eindæmum bragðgóðar, þær eru prótein- og næringarríkar, án laktósaog að sjálfsögðu unnar úr hágæða hráefnum.
„Það sem einkennir nýjar umbúðir er stílhrein hönnun, fallegir litir og skýr skilaboð til neytenda. Við viljum gera fólki auðveldara fyrir að finna sitt uppáhalds skyr og vekja athygli á eignleikum vörunnar,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.
Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna þetta gamla góða KEA skyr – sígilda og vinsæla bragðið sem allir þekkja og allir elska, bæði eitt og sér eða í bland við ávexti og fleira góðgæti í hollri hræru, en hér hefur fólk val um hreint skyr, vanilluskyr og bláberja- og jarðarberjaskyr.
Fyrri nýjungin af tveimur í vörulínunni er nýtt tveggja laga KEA skyr þar sem hreint og silkimjúkt skyrið liggur ofan á bragðgóðum ávöxtum í botni dósarinnar. Til að byrja með verða tvær bragðtegundir í boði, með mangó í botni og með jarðarberjum í botni. Þessar tegundir eru fullkomnar fyrir alla sem vilja hræra aðeins upp í hlutunum og prófa eitthvað nýtt. Hér er viðbættum sykri haldið í lágmarki en í hverjum 100 g er einungis 4 g viðbættur sykur.
Seinni nýjungin er kolvetnaskert KEA skyr sem hentar núverandi og verðandi skyrunnendum sem vilja draga úr neyslu kolvetna án þess að gefa neinn afslátt af góðu bragði. Hér hafa neytendur val um þrjár bragðtegundir, vanillu, jarðarberja- og banana og það er svo kaffi og vanilluskyrið sem setur punktinn yfir i-ið en það er væntanlegt í verslanir á næstu vikum. Kolvetnaskert KEA skyr inniheldur engan viðbættan sykur, einungis sykur frá náttúrunnar hendi (mjólkur- og ávaxtasykur) og sætuefnum er haldið í lágmarki.
Nú hafa landsmenn þrjár leiðir til að njóta KEA skyrs og ættu því allir skyrunnendur að finna eitthvað við sitt hæfi.
Skyrunnendur og aðdáendur KEA skyr geta fundið frekari fróðleik á keaskyr.is og Facebook síðu KEA skyrs.
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro