Starfsmannavelta
KEA hættir við hótelbyggingu

Tölvuteiknuð mynd af KEA hóteli sem átti að rísa við Hafnarstræti. Ljóst er að ekkert verður af byggingu hótelsins. Mynd/KEA.
KEA hefur skilað lóðinni við Hafnarstræti 80 á Akureyri til bæjaryfirvalda og því verður ekki af byggingu hótels á lóðinni af hálfu félagsins. KEA hefur undanfarin ár áformað að reisa og leigja 150 herbergja hótel við Hafnarstræti 80 eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð, að því er fram kemur á fréttavefnum Vikudegi.
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir að ekki hafi skapast skilyrði fyrir því að áform félagsins á lóðinni gangi eftir eins og lagt var upp með.
„Forsendur fyrir verkefninu hafa frá upphafi verið traustur hótelrekandi sem leigjandi og eðlileg lánsfjármögnun. Eins og mál hafa atvikast í ferðaþjónustunni á síðasta ári með falli WOW Air sem og aðstæðum á lánamarkaði að þá eru ekki forsendur fyrir því að hefja verkefnið á þessum tímapunkti,“
segir Halldór í samtali við vikudagur.is sem fjallar nánar um málið hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?