Starfsmannavelta
KEA hættir við hótelbyggingu
KEA hefur skilað lóðinni við Hafnarstræti 80 á Akureyri til bæjaryfirvalda og því verður ekki af byggingu hótels á lóðinni af hálfu félagsins. KEA hefur undanfarin ár áformað að reisa og leigja 150 herbergja hótel við Hafnarstræti 80 eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð, að því er fram kemur á fréttavefnum Vikudegi.
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir að ekki hafi skapast skilyrði fyrir því að áform félagsins á lóðinni gangi eftir eins og lagt var upp með.
„Forsendur fyrir verkefninu hafa frá upphafi verið traustur hótelrekandi sem leigjandi og eðlileg lánsfjármögnun. Eins og mál hafa atvikast í ferðaþjónustunni á síðasta ári með falli WOW Air sem og aðstæðum á lánamarkaði að þá eru ekki forsendur fyrir því að hefja verkefnið á þessum tímapunkti,“
segir Halldór í samtali við vikudagur.is sem fjallar nánar um málið hér.
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt11 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur