Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kaffihúsið Auðkúla opnar

Birting:

þann

Auðkúla við Hellu

Það er sannkallaður ævintýra- heimur að koma til hjónanna Birnu Berndsen og Páls Benediktssonar í Auðkúlu við Hellu. Nýlega opnuðu þau kaffihús í innigarði kúluhússins sem þau búa í og stendur við árbakka Ytri-Rangár.

Þau keyptu kúluhúsið og jörðina fyrir rúmu ári síðan af Gerði Jónasdóttur, sem lést á dögunum. Hún byggði húsið árið 1993 og plantaði nokkur hundruð tegundum af trjám og runnum, sem hún ræktaði meira og minna sjálf upp af fræjum.

Auðkúla við Hellu

Gerður Jónasdóttir, fyrrum eigandi Auðkúlu hófst handa rúmlega sextug við að byggja kúluhúsið og planta ævintýraskógi í kringum það. Í rúmlega þrjátíu ár hugsaði hún um gróðurinn af natni og umhyggju og ber hann þess svo sannarlega merki – enda plöntuflóran þvílík.
Mynd: bbl.is

Auðkúla er kaffihús og safn og glæsilegur töfraskógur sem umlykur Auðkúlu á meira en 6 ha landi með fjölda trjátegunda, mörgum sem óvíða eru að finna á Íslandi. Gerður Jónasdóttir sem byggði kúluna 1993 ræktaði upp skóginn, Gerðarmörk, af ótrúlegri framsýni og elju.

Á matseðli er súrdeigsbrauð með áleggi, vöfflur, kökur og uppáhellt kaffi. Allt heimatilbúið nema súrdeigsbrauðið frá Almari bakara sem hefur fallið vel í kramið.

Auðkúla við Hellu

„Við fluttum hingað af Miklubrautinni í Reykjavík í fyrra og þetta kom nokkuð fljótlega til okkar, þessi hugmynd um að leyfa fleirum að njóta töfraheimsins sem þessi staður býr yfir. Við köllum skóginn hér Gerðarmörk.

Kaffihúsið opnuðum við á þjóðhátíðardaginn 17. júní og það er í raun búið að vera brjálað að gera og gengið framar vonum,“

segir Birna í samtali við Bændablaðið sem fjallar nánar um kaffihúsið hér.

Auðkúla við Hellu

Auðkúla er kaffihús og safn og glæsilegur töfraskógur sem umlykur Auðkúlu á meira en 6 ha landi með fjölda trjátegunda, mörgum sem óvíða eru að finna á Íslandi. Gerður Jónasdóttir sem byggði kúluna 1993 ræktaði upp skóginn, Gerðarmörk, af ótrúlegri framsýni og elju.

Myndir: audkula.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið