Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jólaborgarinn seldur í bílförmum – Veitingarýni
Að bjóða upp á hamborgara tileinkuðum jólum er sífellt að aukast og eru margir veitingastaðir sem bjóða upp á Jólaborgara.
„Mæli með jólaborgaranum á Torginu sem er svo vinsæll að hann selst í bílförmum“
sagði Daníel matreiðslumaður eitt sinn í léttu gríni. Ég sló að sjálfsögðu til og prófaði, meira að segja tvisvar.
Torgið á Siglufirði býður upp á einstaklega góðan jólahamborgara sem inniheldur 150 gramma nautaborgara frá Kjötsmiðjunni með 18% fituinnihaldi, grísapurusteik, heimalagað jólarauðkál, sojagljáðan lauk, chillimæjó og toppað með camembert. Þetta er svo borið fram í hamborgarabrauði frá Ölgerðinni með tómatsósu og frönskum.
Herlegheitin kosta 2.690 og eru í boði til áramóta.
Virkilega góður hamborgari. Gott jafnvægi á milli sætu og hamborgarans, flott eldun, nær medium rare en medium sem gerir hann einstaklega safaríkan. Í seinni heimsókn minni var hann aðeins meira eldaður, en engu að síður algjört lostæti. Ég hefði nú seint trúað því að ég ætti eftir að finna bragð af jólum í hamborgara. Einu sinni er allt fyrst!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi