Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jólaborgarinn seldur í bílförmum – Veitingarýni
Að bjóða upp á hamborgara tileinkuðum jólum er sífellt að aukast og eru margir veitingastaðir sem bjóða upp á Jólaborgara.
„Mæli með jólaborgaranum á Torginu sem er svo vinsæll að hann selst í bílförmum“
sagði Daníel matreiðslumaður eitt sinn í léttu gríni. Ég sló að sjálfsögðu til og prófaði, meira að segja tvisvar.
Torgið á Siglufirði býður upp á einstaklega góðan jólahamborgara sem inniheldur 150 gramma nautaborgara frá Kjötsmiðjunni með 18% fituinnihaldi, grísapurusteik, heimalagað jólarauðkál, sojagljáðan lauk, chillimæjó og toppað með camembert. Þetta er svo borið fram í hamborgarabrauði frá Ölgerðinni með tómatsósu og frönskum.
Herlegheitin kosta 2.690 og eru í boði til áramóta.
Virkilega góður hamborgari. Gott jafnvægi á milli sætu og hamborgarans, flott eldun, nær medium rare en medium sem gerir hann einstaklega safaríkan. Í seinni heimsókn minni var hann aðeins meira eldaður, en engu að síður algjört lostæti. Ég hefði nú seint trúað því að ég ætti eftir að finna bragð af jólum í hamborgara. Einu sinni er allt fyrst!
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






