Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jólaborgarinn seldur í bílförmum – Veitingarýni
Að bjóða upp á hamborgara tileinkuðum jólum er sífellt að aukast og eru margir veitingastaðir sem bjóða upp á Jólaborgara.
„Mæli með jólaborgaranum á Torginu sem er svo vinsæll að hann selst í bílförmum“
sagði Daníel matreiðslumaður eitt sinn í léttu gríni. Ég sló að sjálfsögðu til og prófaði, meira að segja tvisvar.
Torgið á Siglufirði býður upp á einstaklega góðan jólahamborgara sem inniheldur 150 gramma nautaborgara frá Kjötsmiðjunni með 18% fituinnihaldi, grísapurusteik, heimalagað jólarauðkál, sojagljáðan lauk, chillimæjó og toppað með camembert. Þetta er svo borið fram í hamborgarabrauði frá Ölgerðinni með tómatsósu og frönskum.
Herlegheitin kosta 2.690 og eru í boði til áramóta.
Virkilega góður hamborgari. Gott jafnvægi á milli sætu og hamborgarans, flott eldun, nær medium rare en medium sem gerir hann einstaklega safaríkan. Í seinni heimsókn minni var hann aðeins meira eldaður, en engu að síður algjört lostæti. Ég hefði nú seint trúað því að ég ætti eftir að finna bragð af jólum í hamborgara. Einu sinni er allt fyrst!

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar