Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jóhann Ingi óvænt heiðraður á matarhátíð í Frakklandi

Jóhann Ingi slær á létta strengi. Hægra megin er Gilles Famillert kennari í Hótel og veitingaskólanum í Frakklandi
Jóhann Ingi Reynisson er yfirmatreiðslumaður á Rica Seilet hótelinu sem er eitt stærsta ráðstefnuhótel milli Bergen og Þrándheims í Noregi. Jóhann hefur verið er í samstarfi við hótel og veitingaskóla sem er um 20 km frá París í Frakklandi, en þar eru um 600 nemendur á hverju ári sem læra annað hvort matreiðslu, framreiðslu, sommelier, bakara og pastry.

F.v. Serge Durand aðstoðarmaður bæjarstjórans, Jóhann Ingi og Frank Vernin bæjarstjórinn í bænum Le mée
Í fimm ár hefur Jóhann tekið við tveimur nemendum úr skólanum á ári hverju sem eru að læra matreiðslu og framreiðslu og þeir starfað á Rica Seilet til að æfa enskuna og skandinavíska matagerð.
Nú á dögunum eldaði Jóhann með kennurum úr skólanum ásamt fjölmörgum kokkum úr klúbbi matreiðslumeistara í Frakklandi á matarhátíð þar í landi og eftir hátíðina var Jóhanni óvænt boðið upp á svið og verðlaunaður fyrir vel unnin störf í samstarfið við hótel og veitingaskólann. Jafnframt var Jóhann formlega tekinn inn í klúbbinn og gerður að sendiherra þeirra í skandinavíu, en öll Rica hótelin tilheyra Scandic Seilet.
Jóhann segir að meðlimir voru yfir sig hrifnir þegar hann sagði þeim að á Íslandi eru franskir klassískir réttir kenndir í Hótel og matvælaskólanum í Kópavoginum og er mikill áhugi á að koma upp góðu sambandi á milli þessara skóla.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?