Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jóhann Ingi óvænt heiðraður á matarhátíð í Frakklandi
Jóhann Ingi Reynisson er yfirmatreiðslumaður á Rica Seilet hótelinu sem er eitt stærsta ráðstefnuhótel milli Bergen og Þrándheims í Noregi. Jóhann hefur verið er í samstarfi við hótel og veitingaskóla sem er um 20 km frá París í Frakklandi, en þar eru um 600 nemendur á hverju ári sem læra annað hvort matreiðslu, framreiðslu, sommelier, bakara og pastry.
Í fimm ár hefur Jóhann tekið við tveimur nemendum úr skólanum á ári hverju sem eru að læra matreiðslu og framreiðslu og þeir starfað á Rica Seilet til að æfa enskuna og skandinavíska matagerð.
Nú á dögunum eldaði Jóhann með kennurum úr skólanum ásamt fjölmörgum kokkum úr klúbbi matreiðslumeistara í Frakklandi á matarhátíð þar í landi og eftir hátíðina var Jóhanni óvænt boðið upp á svið og verðlaunaður fyrir vel unnin störf í samstarfið við hótel og veitingaskólann. Jafnframt var Jóhann formlega tekinn inn í klúbbinn og gerður að sendiherra þeirra í skandinavíu, en öll Rica hótelin tilheyra Scandic Seilet.
Jóhann segir að meðlimir voru yfir sig hrifnir þegar hann sagði þeim að á Íslandi eru franskir klassískir réttir kenndir í Hótel og matvælaskólanum í Kópavoginum og er mikill áhugi á að koma upp góðu sambandi á milli þessara skóla.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin