Vertu memm

Keppni

Jóhann Helgi sigraði fyrstu keppni haustsins hjá Barþjónaklúbbi Íslands – Vídeó

Birting:

þann

Jóhann Helgi Stefánsson

Sigurvegarinn Jóhann Helgi Stefánsson í keppninni.
Mynd: skjáskot úr snappi veitingageirans

Í gær hélt Barþjónaklúbbur Íslands fyrstu keppni haustsins sem hét Inspired by Himbrimi. Þetta var fyrsta keppni af mörgum sem ný stjórn klúbbsins stendur fyrir. Alls kepptu 18 manns og vakti það sérstaka lukku að 6 af þessum 18 keppendum voru kvenkyns barþjónar.

Margir keppendur voru að stíga sín fyrstu spor á keppnisferlinum en þrátt það kom á óvart hversu hátt level var á keppninni enda greinilegt að keppendur voru vel undirbúnir þrátt fyrir stuttan undirbúningstíma.

Hægt var að fylgjast með keppninni bæði LIVE á facebook síðu og Snapchat veitingageirans en mun Barþjónaklúbbur Íslands notast við þá miðla í komandi keppnum.

Úrslit

Sá sem sigraði keppnina heitir Jóhann Helgi Stefánsson frá Sushi Social með drykkinn sinn Gljúfrabotn.

Í öðru sæti var Jónmundur Þorsteinsson frá Apótekinu með drykkinn Heaven Howler.

Og í þriðja sæti var Ivan Svanur Corvace frá Geira Smart með drykkinn Snifter.

Logo - Barþjónaklúbbur Íslands - Bar.isBarþjónaklúbbur Íslands vill nýta tækifærið og þakka öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna sem og öllum þeim sem kíktu við. Næsta keppni verður auglýst von bráðar en stjórn Barþjónaklúbbsins stefnir á að hún verði eftir 3-4 vikur.

Þeir barþjónar sem hafa hug á því að keppa í keppnum á vegum Barþjónaklúbbs Íslands er bent á að skrá sig í Facebook grúppuna: BCI Keppnis Barþjónar Íslands / Competition Bartenders in Iceland, þar sem allar keppnir verða kynntar.

Myndir frá keppninni og ítarleg umfjöllun verður birt síðar.

Vídeó

Með fylgir myndband frá beinu útsendingunni í gærkvöldi af verðlaunaafhendingunni:

[fbvideo link=“https://www.facebook.com/Veitingageirinn.is/videos/1565170990213080/“ width=“500″ height=“400″ onlyvideo=“1″]

 

Auglýsingapláss

Mynd: skjáskot úr snappi veitingageirans

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið