Keppni
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný
World Class barþjónakeppnin er farin af stað en Ísland mun taka þátt annað hvert ár og í maí kemur í ljós hver er besti barþjónn landsins þegar lokakeppnin fer fram.
Fyrsta námskeiðið snérist um hágæða ginið Tanqueray nr.10 sem er einmitt komið í nýjar og glæsilegar umbúðir. Barþjónar hafa tæpar tvær vikur til að skila inn tveimur drykkjum sem eiga að snúast um „Industry Legends“ eða hetjur úr bransanum. Annar drykkurinn á að vera fordrykkur eða „welcoming drink“ og má ekki vera of sterkur í alkóhóli en hinn má vera sterkari.
Það verður spennandi að sjá hvaða barþjónar og frá hvaða stöðum komast áfram og eru bestu kokteilbarir landsins. Það verður skorið niður í Topp 20 í mars úr innsendingum en sagan og upplifun í kringum drykkina skorar næstum jafn hátt og bragð og útlit.
Einnig skiptir máli hversu vel kokteilarnir passa við verkefnið og hvort þessi hetja úr bransanum yrði ánægð með útkomuna. Auka stig er gefið fyrir gaum að áfengisinnihaldi í hvorum drykk fyrir sig.
World Class er spennandi keppni sem snýr að alhliða barmennsku þar sem barþjónar þurfa að sækja mörg námskeið, skila inn mörgum drykkjum út frá þemum, hugsa út fyrir boxið og efla færni sína á allan hátt.
Með fylgja myndir frá fyrsta námskeiðinu sem haldið var 11. febrúar s.l. á efri hæð Röntgen.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur