Frétt
Innköllun á grófu salti með kvörn frá Prima
Matvælastofnun varar við neyslu á grófu salti með kvörn frá Prima vegna þess að plastagnir úr kvörninni geta borist í saltið við mölun.
Fyrirtækið Vilko ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit norðurlands vestra.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina frá heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Prima
- Vöruheiti: Prima salt gróft
- Strikanúmer: 5690655041814
- Best fyrir lok: 04.2021, 08.2021, 02.2022, 03.2022,.
- Dreifingaraðili: Vilko ehf., Húnabraut 33, 540 Blönduós
- Dreifing: Varan var seld til verslana Samkaupa, Árborg verslun, Ásbyrgi ehf. verslun, Skerjakolla ehf. verslun, Smáralind ehf. o.fl. Einnig dreift í mötuneyti.
Viðskiptavinum sem keypt hafa Prima gróft salt með kvörn með best fyrir dagsetningum nefndum hér að ofan er bent á að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar veitir Vilko ehf., Húnabraut 33, Blönduósi.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni