Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Indverskur götumatur af bestu gerð – Myndir

Birting:

þann

Indverska sendiráðið - Ramya Shyam sendiherrafrú

Á Indlandi má finna fjölbreytta blöndu af matreiðslu og menningarlegum sérkennum. Margir segja að ein besta leiðin til að upplifa Indland er í gegnum matargerðina.

Indversk matargerð er byggð á heimspeki Ayurveda, sem undirstrikar mikilvægi jafnvægis líkama, huga og anda.

Einn af lykilþáttum indverskrar matreiðslu er notkun á kryddi eins og kardimommum, negul, túrmerik, kóríander, kanil, kúmeni og fenugreek.

Engifer, hvítlaukur, sinnepsfræ, kókos og jafnvel mynta er notað á sumum svæðum á Indlandi. Flestir kannast við „Garam Masala“ sem þýðir heit kryddblanda.  Þetta er aðallega notað í karrý, þar sem blandan af kryddi ásamt kjöti og grænmeti skapar spennandi rétti.

Indverska sendiráðið - Ramya Shyam sendiherrafrú

Til gamans má geta þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun, 72 lönd, og lýst yfir því að árið 2023 er alþjóðlegt ár Hirsi.

Stuðningurinn er til þess að auka vitund almennings um heilsufarslegan ávinning af hirsi og til ræktunar við erfiðar aðstæður.

Myndir – Albert: „var vel undirbúin, skemmtileg og afslöppuð….“

Meðfylgjandi myndir eru frá þegar frú Ramya Shyam, eiginkona indverska sendiherrans á Íslandi, var með skemmtilegt námskeið á Salt Eldhúsinu fyrir nokkru.

Indverska sendiráðið - Ramya Shyam sendiherrafrú

Ramya Shyam og Albert Eiríksson

Eftirfarandi er ummæli frá vefsíðu Salt Eldhússins um ástríðukokkinn Ramya Shyam, en þar skrifar Albert Eiríksson hjá alberteldar.is:

„Á Salt eldhúsi fór ég á stórfínt námskeið í indverskri matargerð. Ramya Shyam sendiherrafrú sá um kennsluna og stóð sig með stakri prýði – var vel undirbúin, skemmtileg og afslöppuð. Í lokin borðaði hópurinn saman matinn sem var eldaður. Mæli 100% með námskeiði hjá Ramya.“

Ramya Shyam mun halda viðburðinn „Millets Food Festival“ í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík á næstu dögum, en þar mun hún kynna hvernig hægt sé að nota Hirsi i öll mál og henni til aðstoðar er Yesmine Olsen..  Athugið að viðburðurinn er einungis fyrir boðsgesti, en myndir frá „Millets Food Festival“ má vænta hér á veitingageirinn.is eftir viðburðinn.

Myndir: aðsendar

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið