Nemendur & nemakeppni
Hvernig fór verklega kennslan fram á tímum Covid veirunnar?
Á þessum sérstöku tímum hafa flest allir kennarar landsins þurft að hugsa í lausnum og meta hvernig hægt sé að kenna nemendum í fjölbreyttum áföngum í fjarnámi.
Kennarar matsveina- og matartæknadeildar í Hótel og matvælaskólanum voru ekki undanskildir því verkefni. Í upphafi samkomubanns var tekin ákvörðun um að leggja áherslu á fjarnám í bóklegum faggreinum og klára að mestu leyti fyrir páska með þeirri von um að samkomubannið lyki þann 13. apríl eins og upphaflega stóð til. Sú varð ekki raunin.
Stóðu þá kennarar frammi fyrir nýrri áskoðun og veltu mikið fyrir sér hvernig mætti útfæra verklega kennslu á tímum Covid veirunnar.
Hugmynd vaknaði hjá kennurum að nemendur gætu sótt hráefni fyrir verklega kennslustund í skólann en sjálft verkefnið yrði unnið heima.
Nemendur fengu úthlutað verkefnum og sóttu síðan hráefnispakka í skólann, á fyrirfram gefnum tíma, sem innkaupastjóri og kennarar áfangans höfðu tekið saman. Jafnframt fengu þeir senda á rafrænan hátt greinargóða verkefnalýsingu.
Á meðan á verkefninu stóð tóku nemendur myndir. Þeir skiluðu síðan rafrænt til kennara uppskriftum, skipulagi, myndum og ígrundun. Verkefnið og fyrikomulagið tókst vel til og mæltist vel fyrir hjá nemendum og fjölskyldum þeirra sem nutu góðs af.
Matsveina- og matartæknanám er stutt hagnýtt nám.
Fyrir áhugasama þá er opið fyrir innritun á menntagatt.is, til 31. maí. Allar upplýsingar um námið fást hjá Baldri Sæmundssyni á netfangið [email protected]
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni21 klukkustund síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður










