Nemendur & nemakeppni
Hvernig fór verklega kennslan fram á tímum Covid veirunnar?
Á þessum sérstöku tímum hafa flest allir kennarar landsins þurft að hugsa í lausnum og meta hvernig hægt sé að kenna nemendum í fjölbreyttum áföngum í fjarnámi.
Kennarar matsveina- og matartæknadeildar í Hótel og matvælaskólanum voru ekki undanskildir því verkefni. Í upphafi samkomubanns var tekin ákvörðun um að leggja áherslu á fjarnám í bóklegum faggreinum og klára að mestu leyti fyrir páska með þeirri von um að samkomubannið lyki þann 13. apríl eins og upphaflega stóð til. Sú varð ekki raunin.
Stóðu þá kennarar frammi fyrir nýrri áskoðun og veltu mikið fyrir sér hvernig mætti útfæra verklega kennslu á tímum Covid veirunnar.
Hugmynd vaknaði hjá kennurum að nemendur gætu sótt hráefni fyrir verklega kennslustund í skólann en sjálft verkefnið yrði unnið heima.
Nemendur fengu úthlutað verkefnum og sóttu síðan hráefnispakka í skólann, á fyrirfram gefnum tíma, sem innkaupastjóri og kennarar áfangans höfðu tekið saman. Jafnframt fengu þeir senda á rafrænan hátt greinargóða verkefnalýsingu.
Á meðan á verkefninu stóð tóku nemendur myndir. Þeir skiluðu síðan rafrænt til kennara uppskriftum, skipulagi, myndum og ígrundun. Verkefnið og fyrikomulagið tókst vel til og mæltist vel fyrir hjá nemendum og fjölskyldum þeirra sem nutu góðs af.
Matsveina- og matartæknanám er stutt hagnýtt nám.
Fyrir áhugasama þá er opið fyrir innritun á menntagatt.is, til 31. maí. Allar upplýsingar um námið fást hjá Baldri Sæmundssyni á netfangið [email protected]
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði