Vertu memm

Uppskriftir

Hunangsbakaður lambahryggur

Birting:

þann

Hunangsbakaður lambahryggur

Hunangsbakaður lambahryggur

Fyrir 4-5.

Hráefni:
Lambahryggur ca. l.800-2kg.
U.þ.b. 6 matsk. hunang (þunnt).
Salt og sítrónupipar.
Hvítlauksduft.
5 dl. vatn.
Maizena sósujafnari (brúnn).

Aðferð:
Hryggvöðvinn með rifbeinunum er klofinn eftir endilöngu frá hryggnum. Mesta fitulagið er fjarlægt frá rifbeinunum. Þá er lengjan skorin í ca. 200 gr. bita, kryddað (sjá uppskrift) og brúnað á vel heitri pönnu í ca. 2 mín. á hvorri hlið.

Bitunum er síðan raðað í ofnskúffu og hunanginu smurt á kjötið. Ofninn er hitaður í 250 gráður og kjötið bakað í 10-15 mín. 5 dl. af vatni er bætt í ofnskúffuna þegar helmingur af bökunartímanum er liðinn.

Safinn er síðan sigtaður í pott, bragðbættur ef með þarf (með kjötkrafti) og jafnaður með brúnum Maizena sósujafnara, sósan á að vera frekar þunn.

Hryggbeinið má einnig brúna og steikja með í ofnskúffunni til þess að fá sósuna bragðsterkari.

Þessi réttur er borinn fram með snöggsoðnu grænmeti, bökuðum jarðeplum og soðsósu.

Eiríkur Ingi Friðgeirsson

Eiríkur Ingi Friðgeirsson

Höfundur er: Eiríkur Ingi Friðgeirsson, matreiðslumeistari

Mynd af lambahrygg: búnaðarblaðið Freyr – 5. tölublað, 1. mars 1989

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið