Markaðurinn
Hótel Reykjavík Grand auglýsir stöðu ráðstefnustjóra
Eitt glæsilegasta ráðstefnuhótel landsins leitar að öflugum ráðstefnustjóra. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf, framundan er mikil uppbygging sem viðkomandi mun taka virkan þátt í.
Ábyrgð & helstu verkefni
- Fagleg stjórnun, leiðsögn og þróun
- Þjónustu- og gæðastjórnun
- Verkefna- og ferlastýring
- Sala og bókun á ráðstefnu – og fundaraðstöðu
- Tilboðs- og samningagerð
- Móttaka gesta og þjónusta við viðskiptavini
Hæfniskröfur
- Árangursrík reynsla af sambærilegum störfum og/eða háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Afbragðs færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Frumkvæði, sjálfstæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Góð almenn tölvukunnátta og rekstrarhæfni
Umsækjendur þurfa að hafa náð 25 ára aldri.
Allar nánari upplýsingar gefur á Íris Tara Sturludóttir, aðstoðarhótelstjóri, [email protected]
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2023
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






