Markaðurinn
Hótel Reykjavík Grand auglýsir stöðu ráðstefnustjóra
Eitt glæsilegasta ráðstefnuhótel landsins leitar að öflugum ráðstefnustjóra. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf, framundan er mikil uppbygging sem viðkomandi mun taka virkan þátt í.
Ábyrgð & helstu verkefni
- Fagleg stjórnun, leiðsögn og þróun
- Þjónustu- og gæðastjórnun
- Verkefna- og ferlastýring
- Sala og bókun á ráðstefnu – og fundaraðstöðu
- Tilboðs- og samningagerð
- Móttaka gesta og þjónusta við viðskiptavini
Hæfniskröfur
- Árangursrík reynsla af sambærilegum störfum og/eða háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Afbragðs færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Frumkvæði, sjálfstæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Góð almenn tölvukunnátta og rekstrarhæfni
Umsækjendur þurfa að hafa náð 25 ára aldri.
Allar nánari upplýsingar gefur á Íris Tara Sturludóttir, aðstoðarhótelstjóri, [email protected]
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2023

-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn