Smári Valtýr Sæbjörnsson
Helmingur starfsfólks í veitingarekstri IGS sagt upp
Búið er að segja upp helmingi starfsfólks í veitingarekstri IGS í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fyrir liggur að fleiri missa vinnuna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Við vonum að sá sem fær reksturinn muni horfa til okkar starfsfólk og ráði það í vinnu
, segir Gunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, dótturfyrirtækis Icelandair Group í samtali við vb.is. Fyrirtækið annast flugvallaþjónustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli, rekur flugeldhús og tollvörugeymslur, fraktmiðstöð og veitingastaði í Leifsstöð. Eins og fram kom í umfjöllun VB.is fyrr í dag tók IGS þátt í útboði um rekstur veitinga- og verslana í flugstöðinni. Ljóst er hins vegar að fyrirtækið hefur ekki komist áfram í því þrátt fyrir að hafa séð um veitingareksturinn í nokkur ár. Af þeim sökum hefur IGS sagt upp sem nemur 20 stöðugildum og þurfi að segja upp 20 til viðbótar í flugstöðinni.
Ekki liggur enn fyrir hver fær reksturinn í stað IGS. Samningaviðræður við þá sem báru af í mati umsókna í forvalinu eru framundan. Samningstími núverandi rekstraraðila rennur út í árslok og gert er ráð fyrir að endurnýjað verslunarsvæði verði tekið í notkun í vor á næsta ári.
Gunnar segir í samtali við VB.is að hann voni að sá sem fái reksturinn horfi til starfsfólks IGS sem missi vinnuna og ráði það til sín.
Okkur dreymir um að þeir nýti þessa reynslu og þekkingu sem er hjá fólkinu og að það fái áfram vinnu
, segir hann.
Hjá IGS vinna um 800 manns yfir sumartímann en í kringum 500 yfir vetrartímann. Reksturinn í flugstöðinni er því lítill hluti af starfsemi IGS.
Mynd: Smári
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






