Uppskriftir
Heimagerð kæfa
Kæfa
- 2 kg fitumikið lambakjöt (40% lambafita)
- Salt
- Pipar
- 500 gr laukur
- 1 tsk allrahanda, steytt
Aðferð
- Kjötið er sett í pott ásamt vatni
- Hitað að suðu
- Fleytt froðu ofan af
- Sjóðið varlega í 2 klukkutíma
- Helmingnum af söxuðum lauk bætt við soðið
- Soðið í 1 klukkutíma í viðbót
- Sigtað en geymt soðið
- Hinn helmingurinn af lauknum er saxaður smátt
- Setur kjötið og laukinn í gegnum hakkavél
- Smakkað til með allrahanda, salti og pipar
- Hægt er að bæta smá soði við ef þú vilt hafa hana mjúka
- Sett í form og kælt
Sýrður laukur
- 100 gr shallot laukur
- 2 dl eplaedik
- 200 gr flórsykur
Aðferð
- Skerð shallot laukinn í sneiðar
- Setur hann í pott og svitar hann
- Bætir edikinu og flórsykrinum við
- Sýður þangað til hann er orðinn meir og súrsætur
Borið fram á rúgbrauði, sjá uppskrift hér.
Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari.
Mynd: Heiðar Kristjánsson
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini








