Vertu memm

Uppskriftir

Grilluð sykurpúða „s’mores“ kaka

Birting:

þann

Sykurpúða „s'mores“ kaka

Sykurpúða-samlokur, „s’mores“, eru pressaðar í eina ótrúlega köku!

  • 1 box graham kex (haust kex)
  • 4 dl rjómi
  • 2½ bollar saxað súkkulaði
  • 1½ pakki sykurpúðar (nokkrar stærðir)
  • Hakkað súkkulaði, til að skreyta með

Aðferð
Þeytið 2 bolla af rjóma þar til hann er létt þeyttur.

Hitið restina af rjómanum, hellið yfir saxað súkkulaðið, það er látið bráðna.

Dreifið þunnu lagi af sykurpúðum og svo lagi af graham (haust) kexi, brjótið þau niður eftir þörfum til að þau passi.

Dreifið lagi af súkkulaðiblöndu yfir kexið og rjóma – og svo lagskipt eftir smekk.

Kælið í að minnsta kosti fjórar klukkustundir eða yfir nótt þar til kexið hefur blotnað aðeins.

Skreytið köku með sykurpúðum og bökuðum kex-samlokum og hökkuðu súkkulaði.

Grillið undir grilli í nokkra sekúndur fyrir framreiðslu.

Verði ykkur að góðu

Sykurpúða „s'mores“ kaka

Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið