Markaðurinn
Glæsilegt úrval osta hjá Ekrunni
Ekran hóf innflutning á ostum á síðasta ári og var það liður í að breikka vöruúrvalið og bæta heildarþjónustu við viðskiptavini. Viðtökurnar hafa verið góðar, en Ekran þjónustar margar af stærstu verslunum landsins, veitingastaði og hinar ýmsu sælkerabúðir sem vilja bjóða uppá gott úrval af ostum.
Við erum með mikið úrval af Camembert og Brie sem koma til landsins mátulega þroskaðir og bragðmiklir, en hver með sinn eiginleika. Vinsælustu hvítmygluostarnir eru La President Brie Maximes, Camembert Erival og Castello Marquis. Í blámygluostum eru meðal annars Gorgonzola, Blue stilton og Saint Agur.
Í föstum ostum erum við til að mynda með Appenzeller, Comte, Gruyere, Applewood cheddar og Emmenthaler.
Ekki má gleyma geitaostinum sem er ótrúlega vinsæll á veitingahúsum landsins þessa dagana og ýmsum gerðum af ferskosti t.d Mozzarella. Þá eru einnig ostar frá Skandinavíu í vörulínunni. Frá Noregi koma Jarlsberg og Gudbrandal mysuosturinn og síðan er það Castello línan frá Arla í Danmörku sem er vinsæl í verslunum hér á landi.
Að lokum má nefna úrvalið af Violife vegan ostunum, margverðlaunaðir ostar sem hafa aldeilis slegið í gegn uppá síðastið.
Ostarnir koma í öllum stærðum og gerðum, bæði í smáum neytendapakkningum sem og hálfum og heilum hjólum sem eru í mismunandi stærðum.
Við fáum ostasendingar vikulega og eru sölufulltrúar Ekrunnar fullir af fróðleik og ávallt tilbúnir að svara fyrirspurnum varðandi ostaúrval Ekrunnar.
Smelltu hér til að skoða hluta af ostaúrvali Ekrunnar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann