Markaðurinn
Glæsilegt úrval osta hjá Ekrunni
Ekran hóf innflutning á ostum á síðasta ári og var það liður í að breikka vöruúrvalið og bæta heildarþjónustu við viðskiptavini. Viðtökurnar hafa verið góðar, en Ekran þjónustar margar af stærstu verslunum landsins, veitingastaði og hinar ýmsu sælkerabúðir sem vilja bjóða uppá gott úrval af ostum.
Við erum með mikið úrval af Camembert og Brie sem koma til landsins mátulega þroskaðir og bragðmiklir, en hver með sinn eiginleika. Vinsælustu hvítmygluostarnir eru La President Brie Maximes, Camembert Erival og Castello Marquis. Í blámygluostum eru meðal annars Gorgonzola, Blue stilton og Saint Agur.
Í föstum ostum erum við til að mynda með Appenzeller, Comte, Gruyere, Applewood cheddar og Emmenthaler.
Ekki má gleyma geitaostinum sem er ótrúlega vinsæll á veitingahúsum landsins þessa dagana og ýmsum gerðum af ferskosti t.d Mozzarella. Þá eru einnig ostar frá Skandinavíu í vörulínunni. Frá Noregi koma Jarlsberg og Gudbrandal mysuosturinn og síðan er það Castello línan frá Arla í Danmörku sem er vinsæl í verslunum hér á landi.
Að lokum má nefna úrvalið af Violife vegan ostunum, margverðlaunaðir ostar sem hafa aldeilis slegið í gegn uppá síðastið.
Ostarnir koma í öllum stærðum og gerðum, bæði í smáum neytendapakkningum sem og hálfum og heilum hjólum sem eru í mismunandi stærðum.
Við fáum ostasendingar vikulega og eru sölufulltrúar Ekrunnar fullir af fróðleik og ávallt tilbúnir að svara fyrirspurnum varðandi ostaúrval Ekrunnar.
Smelltu hér til að skoða hluta af ostaúrvali Ekrunnar.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






