Frétt
Geta nóróveirur borist með matvælum?
Á veturna má búast við aukningu í nóróveirutilfellum enda er sýkingin nefnd vetrarælupestin á sumum tungumálum (t.d. vinterkräksjuka á sænsku). Helstu einkenni nóróveirusýkingar eru vanlíðan, uppköst, niðurgangur, hiti og kviðverkir, að því er fram kemur á vef mast.is.
Veiran er mjög smitandi og örfáar veirur þarf til að valda smiti. Nóróveirur geta borist í matvæli frá einstaklingum sem eru veikir eða hafa nýlega verið veikir af völdum nóróveiru. Dæmi eru um að nóróveirur hafi borist með matvælum hérlendis og erlendis, s.s. frosnum hindberjum, ostrum og mat frá veitingahúsum. Slík smit geta valdið hópsýkingum.
Neysla á frosnum hindberjum olli til dæmis útbreiddri nóróveirusýkingu í Danmörku fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið settu Danir reglur um að hita skyldi frosin hindber fyrir neyslu og oft má sjá slíkar leiðbeiningar á umbúðum.
En hvernig er hægt að koma í veg fyrir að veiran berist í matvæli á heimilum, í mötuneytum, veitingastöðum og öðrum matvælafyrirtækjum?
- Forðast skal framleiðslu, matreiðslu og framreiðslu matvæla á meðan á veikindum stendur og í minnst 48 klst. eftir að einkennin eru yfirstaðin.
- Þvo hendur fyrir meðhöndlun matvæla.
- Þvo hendur fyrir borðhald
- Bjóða upp á möguleika til sótthreinsunar á höndum við hlaðborð.
- Koma í veg fyrir að handfang áhalda komist í snertingu við matvæli.
- Matvælafyrirtæki hafi skýrar reglur varðandi veikindi starfsfólks og endurkomu þeirra.
Hægt er að minnka hættu á að Nóróveira berist með matvælum sé þessum leiðbeiningum fylgt.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati