Sverrir Halldórsson
Gestakokkur á Nauthól | „…þetta var virkilega ánægjuleg kvöldstund á Nauthól“
Í tilefni af konudeginum s.l. þá breytti veitingastaðurinn Nauthóll aðeins til og fengu til sín gestakokkinn Victor Holm. Hann kom frá hinum geysivinsæla Barabicu Pan American Grill í Gautaborg og hefur m.a. starfað áður á tveimur af bestu veitingastöðum í borginni, Michelin-staðnum Thörnströms Kök og hinum heimsfræga Linnéa Art Restaurant.
Matreiðslumenn Nauthóls og Holm buðu upp á glæsilegan matseðil að þessu tilefni þar sem ný-norrænir straumar ráða ferð og íslenska lambið og hekluborri fá meðal annars að njóta sín.
Matseðillinn var eftirfarandi:
Svolítið sérstakur, en frískandi og mildur
Ekki sá fallegasti, en yndisleg eldun á fiskinum og meðlæti sómaði sér vel með.
Þetta er sá albesti lambaréttur sem ég hef smakkað á ævinni, skankinn í brickdeiginu var á heimsmælikvarða, skemmtilegt útspil með grænkálið.
Enn og aftur komu þeir okkur á óvart, þessi var svakalega góður og gaf aðalréttinum lítið eftir.
Þjónustan var frábær og staðnum til mikils sóma, þetta var virkilega ánægjuleg kvöldstund á Nauthól og ef þessi Svíi kemur aftur þá er ég mættur.
Takk fyrir okkur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt