Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fyrsta veislan á nýju bryggjunni á Völlum – Myndir
Á Völlum í Svarfaðardal hafa hjónin Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir ásamt góðu fólki staðið í framkvæmdum að undanförnu við að byggja veglegan pall við sælkerabúðina sem hefur fengið nafnið Bryggjan.
Fyrsta veislan á nýju bryggjunni á Völlum var haldin nú á dögunum úti í blíðunni.
Í boði var fiskisúpa að hætti Bjarna, brauð og aioli.
Með fylgja myndir frá veislunni.
Um Vellir
Á Völlum eru sjö gróðurhús sem fyllast af góðgæti á hverju vori og eru mörg hver í blóma langt inn í haustið. Bróður partur húsana eru nýttir til ræktunar á jarðarberjum en í hinum leyfa eigendur hugmyndafluginu að ráða ferðinni og það er aldrei að vita hverju þeim dettur í hug að sá, allt frá sterkum eldpiprum til safaríkra agúrkna.
Stærsti sólberjaakur Íslands er einnig staðsettur á jörðinni. Honum var komið á laggirnar vorið 2006 og hefur vaxið og dafnað vel síðan þá. Þegar berin eru fullþroska gefst gestum kostur á að tína sólber gegn vægu gjaldi.
Íslendingar eru þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga eitt besta villta ræktarland í heimi. Bláber, aðalbláber og krækiber má einnig finna á Völlum hvort sem þau séu fersk, sultuð eða í saftar formi.
Ásamt því að selja grænmeti og ber á Völlum þá er framleitt allskyns vörur fyrir sælkerann.
Vellir er staðsett við Skíðadalsveg, rétt fyrir utan bæinn Dalvík.
Litla sveitabúðin á Völlum er opin alla daga á milli 13:00-18:00
Heimasíða: www.vellir.is
Fleiri fréttir: Vellir í Svarfaðardal
Myndir: facebook / Vellir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti