Viðtöl, örfréttir & frumraun
Frosti: „..kolféll fyrir staðnum“
Frosti Olgeirsson er veitingastjóri á Hannes Boy og Rauðku hjá Sigló veitingar á Siglufirði. Frosti er 32 ára en hann bjó á uppeldisárum sínum í Frakklandi þar sem hann kláraði grunn,- og menntaskólann.
Hann flutti svo til Íslands og hóf nám í framreiðslu og kláraði verknámið, en á eftir 3ja bekk og sveinspróf í framreiðslu.
Frosti hefur starfað á Lækjarbrekku, Hilton Hótel Nordica, Noma í Kaupmannahöfn, Gallerý á Hótel Holti, Tapas Húsinu og Torfunni (nú Humarhúsið) svo fátt eitt sé nefnt.
Áhugamál Frosta eru fjölbreytt og er hann mikill nörd að eigin sögn. Hann les mikið, hefur mikinn áhuga á tindátum, spunaspili, matarmenningu og vínum almennt.
Frosti hefur komið sér vel fyrir á Siglufirði og finnst frábært tækifæri að fá að starfa á veitingadeild Rauðku, þar sem er gott og öflugt teymi.
Hvers vegna Siglufjörður?
„Satt að segja var það fyrir tilviljun. Ég var í fríi í Frakklandi að heimsækja fjölskylduna þegar góðkunningi minn Bjarni hringir í mig og segist vera með spennandi verkefni á norðurlandi. Hafandi aldrei unnið út á landi þá segist ég vera til í að íhuga það.
Þegar ég kem heim til Íslands fer ég og heimsæki hann á Siglufirði og kolféll fyrir staðnum. Tveimur dögum síðar flýg ég norður og byrja að vinna.“
Sagði Frosti í samtali við veitingageirinn.is
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi